Jæja, búið að ræða um hvað Panang er gott. Verst að skammturinn af því í dag kostar á bilinu 1200 til 1500 kr.
EN, í fyrradag fann ég algera snilld í Krónunni sem kom mér á óvart.
Snilldin kemur í dós sem er áletruð "Suree Instant thai Panang curry". Dósin er rauð og svört og kostar 260 kr. Ég ét gríðarlega mikið og er ekkert að þynna matinn út með hrísgrjónum en dósin dugar mér allavega í 2 rétti. Á henni stendur að hún dugi í 4 rétti sem getur vel verið.
Ég verslaði með þessu kjúklingabringur sem maður fær á eitthvað um 1000 kr í dag, 4 stk, en það dugar klárlega í 4 rétti. Það var skorið í strimla og steikt upp úr kókosolíu. Dósin af því er á svona 300 kall kannski.
Þannig að miðað við mig sem ét ekkert af hrísgrjónunum og er með stóra skammta þá kostar þetta mig samtals um 1800 kr, þe. 4 réttir, eða 450 kall á réttinn.
Easy peasy. Kjúklingurinn steiktur og smellt á disk, súpunni hellt í litla steikarpönnu og hituð að suðu og steiktum kjúklingnum hennt í og leyft að bulla í nokkrar mínútur. Svo var þetta svo fáránlega gott að ég neyddi tvo skammta ofan í mig.
Ps. Ekki hella beint úr dósinni á pönnuna, á það til að slettast þokkalega
