loksins eitthvað að gerast í þessum aftur...
búinn að kaupa hitt og þetta í hann og listinn er að styttast smám saman,
keypti e36 stýrismaskínu í hann, ásamt nýjum notuðum vatnskassa, preface, m20 loom til að fyrirbyggja rafkerfis leiðindi
nýjar ytri spindilkúlur og annan ytri stýrisendann, kominn með púst í hann sem ætti að duga í bili og uppáhaldskaupin yet, nýtt heilt frambretti frá TB grunnað, óbeyglað og ryðlaust og það á einungis 13.800kall... núna vantar bara framljós hægramegin, hluta af driflínunni og smá tíma og þá ætti þessi að komast á götuna með skoðun aftur.
Svo tók ég mig til um helgina og pússaði upp og blettaði nokkra leiðinlega ryðbletti aftan á honum áður en að þeir urðu vesen og pússaði upp skottið að innan eitthvað og málaði yfir með hammerite svo að hann ryðgi ekki meira áður en ég fer í almennilegar ryðbætingar... og eins og ég bjóst við... 2 lítil göt í botninum þar sem varadekkið er þannig að ég býst við að skipta því út um leið og ég kemst í suðugræjur.
skelli inn myndum um leið og ég finn myndavéla snúruna mína