Datt í hug að pósta saumaskapnum

Ég ákvað að skipta út nokkrum stykkjum af vínilnum í bílnum og það heppnaðist afskaplega vel. Hafði aldrei gert neitt í líkingu við þetta áður, en það þýðir ekkert annað en að prófa.
Hér er svona "DIY" sem sýnir hvernig þetta var gert.
Notaði 3M rubber contact, snilldarlím, kostar reyndar 6 þús kall líterinn(Poulsen) en einn lítir endist á talsvert svæði.
Síðan fékk ég vínyl sem var nákvæmlega eins í bólstraranum á Laugarásvegi.
Fyrst var að "flysja" áklæðið af

Þar sem þetta var svolítið krumpað þá var eina leiðin að bleyta þetta upp og strauja..


Setta bökunarpappír báðum megin, gamalt lím og straujárn gætu orðið of góðir vinir

Síðan strika út efnið í vínylinn

Klippa þetta til



Síðan bar ég límið á með pensli og fletti stykkin út á undirlagið.
Miðjustokkur var ansi snúinn en ég ákvað að brúka hitabyssuna á vínylinn til að geta teygt hann enn frekar.
Hér er t.d. miðjustokkurinn, nokkuð flawless..

Er á leið með hann í djúhreinsun..


ps. veit hreinlega ekki hvort maður skrifa vínill eða vínyll..