Sjálfsagt að láta fylgja, hann er með almennar viðgerðir.  Ég rak augun eitt sinn í flugnaklessugula E46 M3-inn þar inni eftir kantsævintýrið meir að segja  
 
 Hann hefur sörviserað Jagúarana mína í gegnum tíðina og það sem hann hefur gert við hefur ekki farið aftur.  Ergo vönduð vinnubrögð.
Skemmtileg saga að eitt sinn þurfti að skipta um einhverjar fóðringar í stýrisörmum eða hvað það nú heitir.  Gaurarnir sem ég keypti varahlutina af í Bretlandi bentu mér á að taka með sérstakt verkfæri sem kostaði 20 pund sem og ég gerði.
Eftir viðgerðina glottir Einar og segir: 
ég hefði nú eiginlega átt að rukka þig extra, þetta tók svo skamman tíma miðað við hvað það tekur venjulega.Bílaverkstæði Einars Þórs í Grafarvogi.