Jæja, ég lenti í mega bömmer um daginn.
Ég var búinn að gleyma því að fyrri eigandi hafði sagt mér að original teppið úr bílnum (grátt/svart), hafi verið ónýtt og að hann hafi hent því.
Var að sækja teppið (lengst inn í skúr

) og þá kom í ljós að það var BLÁTT
En ég mundi það um leið og ég sá það.....að hann hafi sagt mér þetta

Anyways, ég fór á fullt að skoða málin í sambandi við að lita teppið.
Ég hafði heyrt af einum á
http://www.myE28.com spjallinu sem hafði litað teppið sitt einmitt frá bláu yfir í grátt/svart.
Fann út hvað ég þyrfti að gera til að geta litað mitt etc. en það strandaði á því að á Íslandi er ekki hægt að fá neinn teppalit.
Ef ég ætlaði að gera þetta þyrfti ég að panta það að utan.
Svo ég fór að skoða bláa teppið mitt áðan með þeim hugmyndum hvort ég gæti látið sníða fyrir mig teppi úr svörtu efni hérna heima.
Efnin er hægt að fá hjá bólstrurum og þeim sem klæða bíla að innan.
Fékk einmitt efnisbút úr svörtu efni hjá Ragnari Valssyni til að máta varðandi þykkt og lit.
Var að gramsa í klæðningarbunkanum mínum svo áðan í leit að svörtu efni úr bílnum.....
haldiði að ég hafi ekki bara fundið ORIGNAL SVARTA TEPPIÐ úr bílnum í haugnum
Þvert á fyrirsögn fyrri eiganda sem sagðist hafa hent því....og talaði ég bara við hann síðast um það fyrir tveim dögum.
ÞETTA ER BARA MEGA SNILLD. Þetta sparar mér HELLINGS vinnu í annað hvort litun á teppi eða að sníða út nýtt og móta það í bílinn.
Upprunalega teppið er nokkuð rykugt og drullugt og ætla ég að senda það í djúphreinsun á morgun.
Þannig að ég ætti að geta klárað innréttinguna á miðvikudagskvöldið
Bíllinn hefur ekki verið með klæðningum né innréttingu síðan 1998 þegar Högni heitinn tók það allt saman úr honum......

Svo reddaði Birgir Sig mér smellunum sem vantaði í hurðarnar til að geta fest arm restin á hurðarspjöldin.
Þetta er allt að koma heim og saman
