Ég gaf Gullinu frí í kvöld og ákvað að sinna Silfrinu aðeins í staðin
Allt í einu í dag þá gaf kúplingsþrællinn við gírkassann upp öndina. Hann fór að leka.
Ég tjakkaði hann bara upp fyrir utan skúrinn þar sem Gullið er inni í skúr.
Skipti um kúplingsþrælinn með bílinn á búkkum.....það er mega leiðinlegt btw
Svo var ég nú svo fljótur að skipta um kúplingsþrælinn og ég með bílinn á búkkum.....
þannig að ég tók á það ráð að rífa bara vinstri struttann úr honum að framan.
Tók þá eftir því að gormurinn var brotinn þar.....og ég setti þennan í 2008 fyrir bíladaga.
Hann hefur greinilega ekki dugað lengi
Reif úr gamla demparann sem var gjörsamlega BÚINN.
Setti í nýjan Bilstein Sport B8 dempara ásamt nýjum Vogtland lækkunargormi.
Þegar það var komið saman fannst mér hálf kjánalegt að setja notaðan bremsudisk á,,,
þegar maður á nú nýja diska út í skúr. Ég hafði fengið 4 nýja bremsudiska í B&L þegar þeir
voru með útsölu fyrir 3 árum. Síðan þá hafa þeir bara legið upp í hillu hjá mér.
Ég henti því á nýjum oem bremsudisk 284x22mm og til að losna við blessað ljósið í mælaborðinu....
þá setti ég líka í nýjan bremsuklossa skynjara
Núna er allt komið saman vinstra megin og á morgun klára ég hægri hliðina
