Já, hún yrði of há. en þá er bara að skipta um blokk líka
Ég er með blokkina (reyndar með heddi á líka) úr 635csi bílnum mínum, og þar sem hann er ameríkutýpa er þjappan ekki nema 8.0:1
Sem er það sama og á 745i bílnum. Og þar sem að botninn í eldri túrbínuvélunum er sá sami og venjulegum, þá er minnsta málið að nota hann í svona setup.
Ég á til allt dótið úr 745i bíl, innspýtingu og allez, en þetta er að vísu L-jetronic dótið. Myndi vera fínt að setja piggyback dæmið á hana til að tjúna hana til.
Þetta er tilvalið setup fyrir eitthvað tilraunadæmi, því að elektróníkin er ekki eins mikil og í Motronic dæminu. Þar er sambyggt stýriprógrammið fyrir vélina og skiptinguna, en með þessu er ekkert mál að nota hvaða skiptingu sem maður vill (ef maður brýtur hana ekki). Maður veit að sett hefur verið beinskiptingar í svona dæmi).
Ég er náttúrulega alltaf til í að selja, ef kaupandi finnst

En ég sel ekki þetta dót á spottprís... (ég er nú samt ekki að tala um að sitja eins og ormur á gulli) Þetta er sjaldgæft dótarí! Og nú er ég líka sá eini sem á svona á landinu
Jæja, farinn að sofa
Sæmi boost