Steini B wrote:
Nú er ég ekki sáttur.....
Komst að því áðan hvað það er sem veldur því að framdekkin halla um -2° vinstramegin og -4° hægramegin
Þrátt fyrir að vanir E30 menn hafi skoðað bílinn og skipt nokkrum sinnum um stýrismaskínu (að þeirra sögn), þar á meðal Jónki, sem þykist vera með þeim betri í bransanum, þá tók enginn eftir þessu nema Volvo karl...
(ekki nema mér hafi ekki verið ætlað að vita af þessu

)
Hann hafði rétt fyrir sér án þess að hafa skoðað þetta, svo var þetta skoðað og það var rétt hjá honum.
Struttarnir eru langt frá því að vera réttir!
Orginal er 1002,2mm. Hérna er mynd af því hvernig þeir eru núna...

Ég vill bara koma því á framfæri hvernig þessu var háttað með þennan bíl þegar ég var með hann í höndunum til að skipta um stýrismaskínu. Danni hringir í mig og biður mig um að skipta um maskínuna, ég fæ bílinn, set hann á lyftu og skipti um maskínuna. Síðan fer ég út að keyra og bíllinn er mjög undarlegur í stýri (tek það fram að ég greindi ekki að maskínan væri ónýt, var bara beðin um að skipta um maskínu) og þá fór ég að skoða þetta aðeins nánar og tek eftir því að framdekkin undir bílnum eru rammskökk. Þá tala ég við Danna og segi honum að fara með bílinn í hjólastillingu og láta hjólastilla hann, í hjólastillingunni sést ekkert athugarvert nema það að dekkin voru búinn að versna í halla um einhverjar gráður frá því að hann kom þangað síðast. Þá hefði sá aðili sem hjólastillti bílinn átt að skoða þetta og láta eiganda vita!!!!
Tek það fram Steini að ég er ekki Bifreiðasmiður, ég er Bifvélavirki!!!!!!!
Ég veit ekkert hvað fór ykkar Danna á milli en þegar þú hafðir samband við mig þá veit ég ekki betur en ég hafi verið mjög almennilegur og af öllum vilja gerður til að svara þínum spurningum í sambandi við þessa hjólaskekkju, ofl sem þú spurðir mig um.
Ef ég hefði vitað af þessu þá hefði ég hiklaust sagt Danna frá þessu en því miður þá skoðaði ég þetta ekki þar sem mig engan veginn grunaði þetta, sérstaklega eftir að bíllinn kemur úr hjólastillingu og sá aðili sá ekkert athugarvert.
P.S. ég er ekkert að þykjast vera með þeim betri í bransanum, ég vinn mína vinnu samviskusamlega og af bestu vitund og getu og veit ég ekki til þess að neinn hafi keyrt ósáttur í burtu frá mér og minni vinnu!!!
Kveðja.....
Jónki
_________________
Jónki
325i ´90 e30 M-techII
320i ´84 e30 Seldur
Vantar þig viðgerð á bílnum S:697-9021
