Það er heilmikið að frétta, enda búinn að vera mikið úti í bílskúr enda gaman að vinna í honum.
Það hefur reynt smá á þolinmæðina að setja hann saman en líka ágætt að vera ekki undir neinni tímapressu.
Ég ákvað að skipta út nokkrum stykkjum af vínilnum í bílnum og það heppnaðist afskaplega vel. Hafði aldrei gert neitt í líkingu við þetta áður, en það þýðir ekkert annað en að prófa.
Hér er svona "DIY" sem sýnir hvernig þetta var gert.
Notaði 3M rubber contact, snilldarlím, kostar reyndar 6 þús kall líterinn(Poulsen) en einn lítir endist á talsvert svæði.
Síðan fékk ég vínyl sem var nákvæmlega eins í bólstraranum á Laugarásvegi.
Fyrst var að "flysja" áklæðið af

Þar sem þetta var svolítið krumpað þá var eina leiðin að bleyta þetta upp og strauja..


Setta bökunarpappír báðum megin, gamalt lím og straujárn gætu orðið of góðir vinir

Síðan strika út efnið í vínylinn

Klippa þetta til



Síðan bar ég límið á með pensli og fletti stykkin út á undirlagið.
Miðjustokkur var ansi snúinn en ég ákvað að brúka hitabyssuna á vínylinn til að geta teygt hann enn frekar.
Hér er t.d. miðjustokkurinn, nokkuð flawless..

(þarf að djúphreinsa sætin

eins og einhver hafi misst eitthvað í sætið

)





Bíllinn, hann er ekki alveg fullkláraður, vantar þrjár plastrær og tvö "inlet" fyrir pinna í sílsanum, að öðru leyti er þetta allt komið. Á reyndar eftir að skúbba öllum skítnum úr aftari hjólaskálunum til að ryðvera upp á nýtt, svo og setja sumarfelgurnar undir.


Sjáið gamla húddið af Z4 þarna uppi í loftinu...



Sprautunin er eiginlega bara alveg flawless dæmi :clapping:


Strákurinn orðinn svolítið lúinn..

ps. bilskúrinn var ekki svona hreinn í, tók massíft til í honum í gær enda var hann ein rúst.
pss. bíllinn er aaaalveg geggjaður, ég á bara ekki orð til að lýsa því

pss. badgeið er af anniversary bíl