Þá er spoilerinn seldur, og sætin komin á 
ebay.deNæsta skref er að ég ætla að uppfæra spíssana hjá mér úr 444cc í 630-650cc (líklegast) og þá þarf ég annaðhvort að fá X á svæðið eða setja einhverskonar ECU lausn.  Dýra leiðin (fyrir utan X) væri að fara í Standalone (Vipec eða sambærilegt) en einfaldari leiðin og ódýrari væri að fara í Piggyback.
Ég hef skoðað hátt og lágt seinni leiðina, og var komin niður á lausn frá [url]PowerMod[/url]í Ástralíu og búinn að finna þannig tölvu hjá vini mínum í Svíþjóð fyrir €650.  Eftir smá google æfingar komst ég að því að Powermod hét áður TSI, eða réttara sagt TSI var í eigu tveggja manna sem splittuðu fyrirtækinu upp í PowreMod annarsvegar og 
Moristech hinsvegar.  Þá kveikti ég á perunni....  

   Þegar ég keypti Tyrkjaránið af Svezel 2007 fylgdi með eitthvað box.. sem ég henti upp í hillu og gleymdi.  Ég stökk því á kassann og viti menn.. þessi fína 
Moristech PRO SEQUENTIAL INTERCEPTOR.  

Eina sem mig vantar því núna eru Leiðbeiningar varðandi tengingar / manual og Software.  Það lítur því út fyrir að Merterfucker hafi gert eitthvað rétt því að þetta box er bara alveg þokkalegt í djobbið.  Ég er búinn að vera í sambandi við Moristech og þeir sendu mér strax einhvern .zip fæl sem ég þarf að skoða í kvöld.. Vonandi inniheldur hann Manual, software og wiring instructions.  Í versta þarf ég að vera í sambandi við þá aftur, en það er í fínu lagi því að Ástralir eru bara svalir, nett líkir Íslendingum í því að þeir vaða í verkið sem þarf að framkvæma.
Það sem ég get gert með þessu boxi er að stilla fyrir stærri spíssa, breytt blöndu og kveikju en samt haldið Orginal Bosch tölvunni í allt dirty workið eins og Idle og Vanos. 
 
  
   Nú er bara að finna spíssana á góða verðinu, smella draslinu í og tjúna fyrir 20psi  
