pacifica wrote:
Zed III wrote:
Gaman að menn leggja sig alla fram, en að nenna að standa þessu með svona búðing

Öll þessi vinna og enda svo bara með e30

hvað meinaru með búðing? Þetta er ekkert verra en hver önnur vinna við bíl. Eftir að ég er búinn að þessu er bíllinn algerlega ryðlaus, og ekkert verri en hver annar bíll fyrir vikið. Eg er bara ad gera þetta 100%! Málið er kannski líka það ad menn hafa kannski ekki verið ad gera þetta eins róttækt og ég er ad gera núna. Þess vegna virðist þetta vera miklu meira ryð. Þar sem ég var að skera úr voru ekkert endilepa allstaðar göt í gegn. Járnið var bara farið ad þynnast. Svo sást ekki nema kannski svona 20% af ryðinu fyrr en ég fór að skera og pússa. Ég hefði getað komist upp med ad skera miklu minna en ég gerði, en ég ákvað bara ad gera þetta almennilega.
Svo að þú kastir því fram ad eg endi bara með e30. Ég myndi passa mig á því að skjóta svona á menn. Ekki finnst mér það meika neinn sense þessi vitleysa í þér ad ætla að swappa b28 í staðinn fyrir b25. Bara vesen fyrir ekki neitt, og fyrir vikið ert þú líka ennþá með þennan z3 "búðing" sem þú ert svo stoltur af! Ekki er ég samt að tjá mig um það við þig eða í þræðinum þínum. Mér finnst e30 miklu fallegri og skemmtilegri bíll heldur en þessi jakkafatakerra þín. En sem betur fer hafa ekki allir sama smekk fyrir bílum.
Mér finnst það einfaldlega óþarfi ad koma með svona komment.
[/biturleiki]
Þið e30 menn eruð allt of hörundssárir og þetta er veikur blettur á ykkur (maður ýtir smá og biturleikinn springur út). En þetta er flott vinna hjá þér, því verður ekki neitað. Um að gera að vera ánægður með þetta, enda er það eini mælikvarðinn.
Annars með b28 þá skil ég vel að það meiki ekki mikin sens við fyrstu sýn, en þessi vél kom orginal í þessum bílum og er nýrri. Ég er svolítið fyrir orginalinn og smá breytingum þar sem þær eiga við.
Ég er annars í jakkafötum núna
