Jæja fínt að uppfæra þennan þráð aðeins.
Ég vann ekki eins mikið í þessum eins og ég ætlaði í vetur vegna mikilla anna við lokaritgerðaskrif. En það mikilvægasta var nú þó gert og það var að bæta í skottið á bílnum þar sem geymirinn er.
Ég keypti leðurinnréttingu í bílinn seinasta vetur og var ég að klára setja hana í bílinn í gærkvöldi. Þvílíkur munur
Nokkrar myndir af innréttingunni og geðslega gólfteppinu sem blasti við mér þegar ég tók hina innréttinguna úr.

Hér var ég búinn að bera á sætið og taka það allt í gegn, þau voru orðin svolítið lúin þegar ég fékk þau. Ég dundaði mér við þetta í vetur þegar ég var í bænum.
Svo reif ég sætin úr bílnum, ég var nú búinn að segja í einhverjum þræði frá magninu af klinki sem ég fann undir sætunum..

Þetta var nú ekki allt þaðan, en mest allt af þessu!

Það sem blasti við þegar sætin voru tekin.

Farþegamegin

Svona lítur þetta orðið út núna. Búið að djúpahreinsa teppin og þrífa mest allt, sætin komin í og allt í standi. Búið að bera leðuráburð á armpúða og gírstangarpoka ásamt handbremsupokanum.


Núna þarf ég að fara græja bremsurnar að aftan og ráðast aðeins á lakkið á bílnum. Þá held ég að bíllinn verði orðinn ansi góður. Búið að vera alltof mikil vinna í þessum bíl og staðan eiginlega orðin þannig að ég tými ekki að selja hann. Alla vega ekki fyrir eitthvað klink. Komin eiginlega ný fjörðun í hann, gormar úr gamla E36 sínum (KW 60/40) og nýir Bilstein demparar að framan.
Kem með myndir þegar ég verð búinn að setja E90 felgurnar undir og lakkið orðið descent.
Ein spurning samt svona í lokin, hafa menn eitthvað verið að lenda í því að það sé "slaki" eða óþarflega mikil færsla á bakinu á E36 sætum. Mér finnst bílstjórasætið hjá mér, leðrið þ.e.a.s vera með smá los við botninn á sætinu, er eitthvað hægt að herða á þessu eða er þetta kannski algengt?
Finn voðalega lítið fyrir þessu í akstri en væri gaman að útrýma þessu.