Jæja, þá er kominn tími til að VU-013 fái sinn eigin þráð. Ég ætla að henda inn þeim myndum sem ég á og halda uppi smá dagbók yfir bílinn minn. Vona að einhver hafi gaman af.

Eins og fleiri bimmar er pardusinn bara í vetrarfríi og kemur sterkur inn um leið og veðrið lagast aðeins. Mtech-I kittið komið á, búið að laga rúðuþurrkurnar (lúmskt vesen það), bremsuslöngur, rör og annað, bremsudiskar og allt nýtt, búið að laga tölvuna í honum, það var nú meira djókið. Cd spilarinn fékk rafmagnið sitt aftur, nýir hátalarar fengu að hljóma í blæjunni og búið að stilla blæjuna svo hún leggist að bílnum. Nú er bara að halda áfram í fíniseringum þar til maður sækir númerin á hann.... ÉG GET EKKI BEÐIÐ!!!
Hendi inn nokkrum myndum síðan 2009 og svo bætast við 2010 myndir síðar.

Hérna er fyrsta myndin sem ég tók af honum. Fyrir utan N1 á Selfossi.

Kominn heim á planið, þá tóku smá viðgerðir við og púsl.

Á rúntinum í sólinni sumarið '09

Fallegur


nett pose með elskunni

Ég að henda blæjunni niður.
Hendi fleirum inn á næstu dögum.
