bimmer wrote:
Þarna er snilldin hjá Apple - markaðssetningin.
Nei þarna erum við alveg sammála, nákvæmlega af sömu ástæðu og að Hyundai verður alltaf Hyundai og aldrei BMW. Ef þú berð saman þessa tvo bíla þá er annar klárlega ódýrari, betur búinn og með mun lengri ábyrgð. Það er síðan smekksatriði hvor bílinn keyrir betur.
Apple eru branding snillingar, nákvæmlega eins og ég sagði þá eru þetta ekki bestu tækin, en samt er eitthvað við þetta sem fólk fílar, og stór hluti af því er lífstíll.
Porsche er með mesta brand loyal kaupendahóp sem til er. Aðal ástæða þess að þeir selja ekki meira af bílum er verðið, og að þetta eru ekkert sérstsaklega praktískir bílar, þess vegna fóru þeir út í Cayenne, sem er af flestum talinn dýr, ljótur og í besta falli jafngóður og Touareq. SUV makrhópurinn er samt/var samt stærri en Sportbíla. ég fullyrði samt sem áður myndu flestir VW eigendurnir skipta á sléttu ef þeir gætu það þó svo að verðið væri það sama.
Það sem aðrir framleiðendur (non Apple) flaska á er að vera ekki nógu consistant í því hvað þeir framleiða, sama á við um tölvubúnað og síma. Nokia gæti komið með snilldarsíma, en líklega yrði hann of flókinn fyrir meðaljóninn til að nota. Sony gæti komið með alveg mega tæki, en það yrði líklega svo úr takti við restina að fólk byggir ekki upp neina tryggð við brandið.
Munurinn á Apple og Porsche er hinsvegar að Apple er að framleiða vörur sem er á færi flestra að kaupa, þó svo að það séu áðeins ódýrari og aðeins betri tæki á markaðnum þá velur meirihlutinn Apple (spilara og síma allavega). Þeir hafa hinsvegar ekki náð að selja mönnum powerbook og borðvélarnar nógu mikið, líklega þar sem að við erum komin í sársaukamörkin hjá flestum hvað verð varðar. 1500+usd fyrir decent vél.
En það sem pirrar mig eru gæjar sem eru pirraðir út í fólk sem fílar Apple vörurnar, og byggt á því að þeir halda að fólk sé bara að kaupa Apple að því að Apple segir þeim að kaupa þetta. Ef það væri caseið gæti fyrirtækið selt eitt til tvö round af lélegum vörum og svo ekki meira. En Vörur apple eru góðar og hafa rosalegt appeal, líta vel út, eru auðveldar í notkun o.s.frv. þó svo að iTunes conceptið sé alveg fatlað að mínu mati. Fólk kaupir Apple út á brandið, en brandið væri ekki til nema að fólk fílaði vörurnar.