Sælir spjallverjar,
Go Kart brautin Korputorgi hefur ákveðið að bjóða BMWkrafti að halda sína eigin go-kart keppni mánudaginn 1. febrúar. Það sem þeir eru að bjóða okkur er stórt race á 6.900kr(kostar vanalega 9.900kr). Þetta tilboð gildir aðeins fyrir spjallvera BMWkrafts. Verðlaun eru veitt fyrir fyrstu 3 sætin:
1 sæti - 9,900kr gjafabréf og 8 pakkningar af Coke Cola
2 sæti - 6,900kr gjafabréf og 6 pakkningar af Coke Cola
3 sæti - 3,900kr gjafabréf og 2 pakkningar af Coke ColaMótið hefst kl.
20:00 og lengdin á því fer alveg eftir því hve margir skrá sig.
Skráning fer fram hérna á kraftinum. Annað hvort að skrifa í þráðinn staðfestingu á að þú ætlar að keppa eða senda mér PM og ég skrái þig. Menn borga svo við komu í mótið.Ég stel þessum texta frá Karim á l2c, ég geri ráð fyrir að sama gildir fyrir okkur:
Quote:
Ef fleiri en 20 mæta. Þá eru tekin undanúrslit og svo þeir sem komast áfram, fara í í úrslitin.
Svona stórt race er alveg svakalegur akstur. u.þ b 45 mín pr. race.
upphitun, tímataka og svo alvöru fullt race með fullkomnum tímutökubúnaði.
Allir bílarnir eru rosalega svipaðir. allir jafn mörg hp, þannig að þetta gæti orðið anns spennandi keppni.
Planið er fleiri klúbbar en BMWkraftur og L2C taki þátt og síðan verður úrslitamót á milli sigurvera klúbbana. Það finnst mér hljóma mjög spennandi
Þannig að endilega skrifa í þráðinn eða senda mér PM ef menn vilja taka þátt.
mbk
Árni Björn Kristjánsson