Það er ekki hægt að ætlast til þessa að maðurinn skori endalaust af mörkum í leik þar sem han n er tekinn úr umferð frá 1. mínútu og í 30-40 mín! Hann skoraði 7 mörk utan af velli og tók ekki eitt víti. Óli á örugglega flestar stoðsendingar í heiminum!
Óli var að draga á sig 2-3 menn til að gera meira pláss fyrir Arnór sem og hann nýtti....
Þessi leikur var algjör skandall í lokin og líkurnar á því að klukkan deyji bara svona nokkrum sek fyrir leikslok og að þessir dómarar hafi stoppað tímann eftir að Austurríkismenn skoruðu í lokin tvisvar er HNEISA! Af hverju stoppaði ekki í lokin þegar að þeir jöfnuðu....þá voru 4-5 sek eftir
Það á banna þessa dómara frá EHF
fart wrote:
Knud wrote:
Þetta var rosalegur leikur, hrikalegt að missa þetta niður á síðustu sekúndum leiksins, þetta var þó ekki tap. Varðandi Óla stef þá átti hann nú fínar rispur inn á milli, held að hann hafi verið með 7 mörk í leiknum held að það teljist nú bara nokkuð gott.
Sá viðtalið við Óla stef í handboltakvöldi og Adolf Ingi var að ýja að því að hann hefði átt lélegan leik og hann sagði "Hvað viltu frá mér? ég var með 7 mörk úr 9 skotum, þú vilt kannski 10 mörk úr 9 skotum" Síðan bað hann Adolf um að horfa aftur á leikinn.
Varðandi það sem markmaðurinn var að reyna að gera fyrir lokamarkið var að koma inn í sendinguna en náði því ekki.
hver er tölfræðin yfir tapaða bolta hjá Óla? Sér maður þar einhverstaðar. Auðvitað eru mörkin hans 7 góð, en þegar maðurinn er besti handboltamaður í heimi er alveg lágmark að hann skori 15-20% af mörkum liðsins, en þar að auki á svona maður að eiga töluvert af stoðsendingum og alls ekki að vera með marga tapaða bolta.
Ef leikurinn hefði farið 25-25 væru 7 mörk slatti.