Jæja, víst 518 '82 er kominn út úr skúrnum og í notkun á ný, þá ákvað ég að skutla þessum næst inn í skúr.
Hann ákvað að gefast upp á mér um daginn á leið heim úr vinnu.
Drap á sér og tók ekkert við sér eftir það.
Eftir basic útilokunarfræði þá var ég búinn að útiloka loftflæðiskynjara, kerti, kertaþræði og kveikjuhamarinn.
Í frostinu var ég ekki að hafa mig í að tékka á bensíni og neista svo ég ákvað bara að nota þetta sem
afsökun til að drífa mig með 518->518i swappið

Svo í dag fór hann inn í skúr og ég náði að komast að því hvað var að angra hann.
Kveikjulokið var víst skaðvaldurinn, það var komin töluverð skán á tengingarnar í lokinu.
Hreinsaði það allt upp og hann hrökk í gang.
Svo ákvað ég að ganga á verkefnalistann sem "fylgdi" bílnum

1. Lagaði útöndunarhosuna úr ventlalokinu, hún hafði verið skítamixuð með T tengi og bolta inn í einn endann á því
Átti eingöngu að vera 90° beygja en T stykkið var notað og svo troðið bolta inn í þriðja útganginn á því, hehe.
Ég keypti bara 90° hné og skellti því í í staðin.
2. Það hefur einhvern tímann verið skipt um bensínslönguna sem fer á fuel railið.
En það hefur "gleymst" eða því hreinlega verið sleppt, að tengja bensínið aftur á kaldstart ventilinn.
Það á að vera bensín beint úr tankinum og í fuel railið og sama slanga á líka að fara í kaldstart ventilinn.
Það var engin slanga á kaldstartventlinum og hann samt tengdur.
Ég kippti þessu í lag með T stykki á bensínhosuna sem fer í fuel railið og setti svo nýja í það frá T-inu og í kaldstartið.
(Það er þannig oem btw).
3. Vinstra framljósaglerið var brotið. Ég skellti öðru ljóskeri í sem var auðvitað til á lager

Einnig við þetta vesen þegar hann fór ekki í gang, þá tók ég kertin úr og hreinsaði þau upp og ég er ekki frá því að gangurinn í bílnum sé bara miklu betri núna.
Svo á morgun ætla ég að klára að skipta um brotna afturgorminn og skoða hvað ég get gert með pústið sem er í sundur undir bílnum.
Ég á til afturgorm úr 518i '87 og einnig á ég til heilt pústkerfi úr 518 '82, sem deilir sama miðju- og afturpústi, sem er akkúrat að í þessum.
Svo er bara skoðun á ný og þá fær hann 11 miða
