saemi wrote:
Zed III wrote:
saemi wrote:
Klára þjóðarbókhlöðuna. Átti að vera í eitt ár, Hannibals setti þetta á ....

Ertu sure á þessu ? Ég hélt alltaf að það væri hluti af bensíngjaldinu sem átti að fara í þetta.
Allavega setti Jón Baldvin skattin á, ég skal ekki fullyrða að það hafi verið þjóðarbókhlaðan, en heyrði það sagt um daginn. Fann ekkert um það í fljótu bragði, væri fínt ef einhver nennir að gúggla það enn betur.
Mér sýnist þetta frekar bara hafa verið hluti af svipuðum bandormi og er núna í gangi með hækkunina, þ.e.a.s skattlagning þvers og krus til að skrapa saman aur í ríkiskassann. Semsagt ekkert endilega eyrnarmerkt einhverju ákveðnu verkefni.
Sbr. athugasemdir aftast í upphaflega frumvarpinu:
http://www.althingi.is/altext/110/s/pdf/0786.pdfEn áhugavert samt hvað útsýnið breytist hinum megin við borðið.. er nema von að manni leiðist pólitík...
Steingrímur J. 1988 um bifreiðagjöld:"Hér er á ferðinni eitt af næstum því óteljandi skattafrumvörpum ríkisstjórnarinnar, sérstakt gjald á ökutæki landsmanna, bifreiðagjald, frv. til l. þar um. Áður þaulskattlagðar bifreiðar landsmanna urðu hæstv. ríkisstjórn tilefni til enn frekari skattlagningar í bráðabirgðaráðstöfunum í fjármálum sem gerðar voru á sl. sumri og er frv. til staðfestingar á þeim. Minni hl. er andvígur þessu gjaldi á bifreiðar, ekki endilega vegna þess, eins og segir nál., að það þurfi að vera vitlausara en hvað annað að skattleggja bifreiðar heldur teljum við að ráðstafa eigi þá þeim skatttekjum innan málaflokksins, ef svo má að orði komast. Það hefur verið stefna okkar að sem mestu af þeim tekjum sem ríkissjóður hefur af skattlagningu umferðarinnar eigi að verja til uppbyggingar í samgöngumálum."Steingrímur J. 2009 um hækkun bifreiðagjalda:
"Með frumvarpi þessu er lagt til að tiltekin gjöld á ökutæki, eldsneyti, áfengi og tóbak verði hækkuð. Þannig verði tekjur ríkissjóðs auknar en samkvæmt endurskoðaðri áætlun um þróun ríkisfjármála stefnir í meiri halla á ríkissjóði á þessu ári en áætlaður var í fjárlögum. Því er talið nauðsynlegt að grípa strax til aðgerða til að bæta afkomu ríkissjóðs, m.a. með því að auka tekjuöflun."