Jæja, ég skal henda mér út í þennan pit með ykkur. Here goes.
Þetta er ekki svart/hvítur heimur þar sem við annað hvort leifum öll efni eða bönnum öll efni.
Ein leið sem var útskýrð fyrir mér og fólst í því að líta ekki á fíkla sem glæpamenn var:
Að ríkið setti upp stöð/stöðvar þar sem sprautufíklar gætu komið og fengið þau efni sem þeir þyrftu án þess að þurfa borga krónu (lyfin sjálf eru ódýr í framleiðslu og megnið til sem læknalyf). Skilyrðin væru að þeir tækju lyfin undir eftirliti lækna á staðnum og fengu svo að fara. Ef þeir vildu þá væru þarna AA menn/félagsráðgjafar/sálfræðingar sem gætu hjálpað fólki sem það vildi.
Plúsinn við þetta gæti orðið að það fækkað glæpum þessa hóps (inbrotum/vændi/burðardýr osfrv.) Heilbrigðisstéttin hefði auðveldar aðgang að veiku fólki og vice versa. Tekjur undirheima minnkuðu. Kostnaður sem í þetta færi væri smámunir í samanburði við það að elta þetta lið sem glæpamenn. Efnin væru ekki eins hættuleg og blönduð efni af götusala.
Mínus gæti verið að fólk sem annars hefði ekki dottið í hug að prófa gæti gert það og orðið meint af. Við værum að setja út þau skilaboð að þetta væri ekki eins hættulegt og raunber vitni. Að við værum í raun að hjálpa fólki við að drepa sig, svipað og að fara kaupa áfengi handa alka. Að fólk færi að hópast hingað vegna "drug friendly" viðhorfa ala Amsterdam.
En aðeins að því sem hefur verið sagt í umræðunni hér:
Það er enginn að tala um að fara selja Heróín eða annað slíkt í sjoppum og allt svoleiðis tal er bara til að ruggla umræðuna. (straw man argument)
Að halda því fram að sá sem hefur ólíka sýn á ástandið sé heimskur eða það að umræðan sjálf sé heimsk opnar ekki möguleika á einhverju sem gæti virkað betur en núverndi ástand.
fart wrote:
Yfirvöld stóðu ágætlega að vígi í þessari baráttu, þangað til að pólitík kom að málinu og einum helsta baráttumanni landsins var bolað út úr embætti sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli.
Ég efa að þó við hefðum gefið honum allan þann tíma sem hann taldi sig þurfa þá hefði hann leyst þetta fyrir okkur. Ég efa að þetta sé leysanlegt með því að réttur lögreglumaður taki málið föstum tökum.
Eins og ég sé vandamálið þá liggur það að miklum hluta í því að fjölda fólks líður svo illa að það þarf alltaf sterkari og sterkari efni til að flýja þann raunveruleika sem það býr við.
Það er ekki nein lausn sem endar þetta vandamál. Þú getur bara takmarkað skaðann. Og það er ekki eitthvað sem stjórnmálamenn geta selt, þeir selja bara absolutes.
kv,
Tombob