bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 02. May 2025 12:10

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 1 post ] 
Author Message
 Post subject: Rafræn kveikja
PostPosted: Tue 22. Dec 2009 15:15 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
Ég ætla að fjalla um rafræna kveikju þannig að það er ekkert kveikjulok, þótt að M20 hafi haft rafræna kveikjustillingu sem dæmi.

Rafræn kveikja byrjar á knastása skynjaranum sem mælir tennurnar á trigger hjólinu og sendir í tölvuna, tölvan finnur út stöðu vélarinnar á tvennan hátt.

Þegar 1 eða 2 vantandi tennur fara framhjá skynjaranum
Þegar knastása skynjara staða er skynjuð.

Þegar seinna er notað þá þarf ekki að nota trigger hjól sem er með nokkrum tönnum sem vanta.

Þegar tölvan veit hvar sveifarásinn er staddur þá reiknar hún út hraðann miðað við hversu hratt tennurnar fljúga framhjá.
Þegar tölvan er búin að lesa upp hver flýtingin á að vera þá þarf hún að reikna út hvenær á að byrja að hlaða háspennukeflið svo að þegar tölvan hættir að hlaða að þá verði næg orka í keflinu til að neista duglega yfir kertabilið.

Þegar tölvan hættir að hlaða keflið þá hefur öll þessi orka hvergi að fara tilbaka, enn í hinum vafningnum í keflinu er útgönguleið, þegar orkar fer yfir á hinn vafninginn þá breytast voltin úr 12v uppí 25-50000volt.
Þessi orka fer svo í gegnum kertaþráðinn og hoppar yfir kertabilið og kemur brunanum í gang.

Þeir skynjarar sem tölvan verður að hafa er
sveifarás skynjari til að vita - stöðuna og hraðann á sveifarásnum

Aukaskynjarar eru
lofthiti
vatnshiti
"load" skynjari - MAF, MAP, TPS, AFM
TPS skynjari - sumar tölvur seinka kveikjunni rétt á meðan er snögglega gefið inn

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 1 post ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 0 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group