Eins og margir hafa tekið eftir í söluþræðinum,,,,,þá fór ég og sótti þennan bíl norður á Siglufjörð í gær

Bíllinn hefur faktíst séð bara verið í eigu tveggja eigenda á undan mér.
Ég tel ekki með þriðja eigandann, sem seldi mér bílinn, þar sem hann átti hann bara í nokkrar vikur. No offense Siggi
Fyrsti eiganda átti hann frá 1986 og til 1995. Þá var bíllinn staddur á suðurlandi, amk fór hann alltaf í skoðun á Selfossi.
Næsti eigandi átti hann frá 1995 og þangað til í nóvember 2009.
Sá eigandi er búsettur á Siglufirði og var bíllinn þar síðustu 14 ár.
Bíllinn fór svo í hendur á þeim seldi mér bílinn í rúman mánuð og svo eignast ég hann
Alla tíð frá 1986 og þangað til 2006 þá bar bíllinn númerið X-3150, en þær plötur
voru innlagðar í ágúst 2006 og var bíllinn ekki notaður frá þeim tíma og þangað til í gær, þegar ég sæki hann.
Ég grennslaðist fyrir um gömlu númeraplöturnar, bæði á Siglufirði og á Sauðárkrók hjá Frumherja, en þær eru eyðilagðar.
Ég þurfti því að panta mér nýjar plötur og því mun bíllinn bera númerið HÖ-443 héðan í frá.
Annars er lýsingin á honum svona....
BMW 518i E28Nýskráður 17.09.1986 á Íslandi.
Framleiddur í maí 1986.
M10B18 mótor
Ekinn 332.000 km
Beinskiptur
Blár að lit og liturinn heitir Saturnblau
Aukabúnaður:
Samlæsingar
Höfuðpúðar að aftan
Bíllinn hefur einhvern tímann verið með krók samkvæmt skráningunni á honum.
17.10.1992 Tengibúnaður
En hann er amk horfinn af honum í dag. Synd því það er snilld að vera með krók

Og svo auðvitað saga og myndir úr ferðalaginu.....
Við fórum með langferðabíl frá Reykjavík til Siglufjarðar,,,,og keyrðum svo bílinn bara heim.
Ég var nokkuð hræddur um að hann myndi ekki þrauka það alla leiðina til Keflavíkur frá Siglufirði (500km),
þar sem hann hafði staðið ónotaður í 3 ár á Siglufirði.
Tók með mér allskonar varahluti og verkfæri og var nánast tilbúinn í hvaða bilun sem var á leiðinni

Tók einnig með mér 4 ný vetrardekk þar sem ég treysti ekki dekkjum sem hafa staðið svona lengi.
Allt gekk samt að óskum og ferðin heppnaðist 100%.
Ég byrjaði á að renna úr Keflavík kl 7:30 til að sækja frænda minn sem kom með mér.
Lögðum upp frá Reykjavík með langferðabíl kl 8:30 og vorum komnir á Siglufjörð rétt rúmlega 15:00.
Þá tók við að koma bílnum á dekkjaverkstæði og skella undir hann nýju dekkjunum.
Af einhverjum ástæðum þurftum við að bíða í klukkutíma á meðan það var verið að umfelga bílinn.
Allavega þá vorum við tilbúnir á nýjum dekkjum og með fullan tank af bensíni kl 18:00
Lögðum þá af stað frá Siglufirði og vorum komnir í Reykjavík aftur kl 23:00, og ég svo til Keflavíkur 23:45.
Ferðalagið mitt tók því 16 klukkutíma frá Keflavík -> Siglufjörður -> Keflavík


Hér erum við komnir á Hofsós og stoppuðum þar í smókpásu.
Ferðafélaginn minn var frændi minn hann Guðjón


Verslunin á staðnum ásamt seinni bílnum sem við tókum frá Varmahlíð -> Sigló.

Meira frá Hofsós.....

Að mér sýndist, stærsta gatan í bænum


Hin gatan á Hofsósi


Hér erum við svo komnir á Sigló og bíllinn inn á dekkjaverkstæði.
Felgurnar voru vel fastar á og þurfti að lemja þær af með gúmmíhamri innan frá


Dekkjaverkstæðið og skoðunarstofa Frumherja eru í sama húsi, inn um dyrnar sést bremsuprófarinn á gólfinu, rétt fyrir framan gryfjuna.

Bíllinn klár á nýjum dekkjum, 195/60 R 14.


Daginn eftir í Keflavík,,,,eftir fyrsta þvott á bílnum.
Bíllinn kominn í faðm bræðra sinna í E28 fjölskyldunni






Á næstu dögum mun ég laga það litla sem ég hef tekið eftir að sé að honum.
1. Pústið er farið í sundur eða amk komið gat í það við miðju undir honum.
2. Gormur vinstra megin að aftan er brotinn
3. Aðalljóskerið vinstra megin að framan er brotið.
4. Vantar í hann útvarp

Ég á alla varahlutina til í skref 1-4 hér að ofan, auðvitað,,,,,,,
Svo skoðun og þá kemur í ljós hvaða framtíð þessi bíll á
