Leikmaður wrote:
vááá´, hvað löggan er orðin snar í snúningum...
Ég man þá tíð sem að maður fékk sektir MÖRGUM mánuðum eftir að maður var tekinn, maður hélt jafnvel að þær hefðu týnst í kerfinu!!
Núna í morgun er ekki fimm dagar síðan að ég var tekinn og sektin kom með póstinum í morgun....hehe, mjög fyndið

Ég lenti einmitt í því um daginn að vera tekinn hjá höfðabakkabrúnni. Var tekinn á 115 eða e-d álíka og plumma mig nú sælann að hafa ekki fengið hærri sekt en ég fékk (og já, sektin var fljót að koma

). Löggurnar sem stoppuðu mig voru nú hvorki uber leiðinlegar eða eitthvað skemmtilegar, þær voru einfaldlega þarna bara að sinna vinnuni. Mér fannst það bara mjög fínt! Tók mig u.þ.b. 3 mín í allt í stað þess að lenda í einhverju bulli eins og maður lenti í fyrir nokkrum árum
Og já, er ekki eitthvað hægt að gera í þessari stöðluðu "dópsalaímynd" sem er á bambanum? Alltaf "nú áttu bmw, hvað er grammið á þessa dagana?", þessi brandari verður leiðinlegri með hverju skiptinu!!
