Fyrir mörgum árum síðan kom í ljós að Audi bílarnir voru algert drasl. Þá snarminnkaði eftirspurnin eftir þeim bílum. Núna hefur Audi lagast, þó sísk bilanatíðnin, og með auknu trausti á Audi þá hækkaði eftirspurnin og verðið hækkaði í leiðinni. Aftur á móti, þá er Audi samt sem áður að koma nokkuð illa úr flestum bilanatíðniskönnunum. Audi er kominn í tísku, en var dottinn úr tísku.
Þetta er allaveganna þannig sem ég upplifaði þetta með Audi.
Reyndar sé ég ekki hvernig í ósköpunum BMW eigendur eiga að halda verðinu á BMW uppi. Ætla menn þá að setja fáranlegt verð á bílana og hafa þá á sölu í mörg ár því enginn vill borga svona hátt verð fyrir þessa bíla.

Er það ekki svipað og er núna með marga SAAB bílana. Áhuginn á SAAB er og hefur alltaf verið ákveðinn en takmarkaður og bara ákveðið fólk sem kaupir alltaf SAAB. Hversu oft hefur maður séð fína SAAB á sölu í marga mánuði vegna þess að verðið hefur verið gjörsamlega glórulaust? Ef maður ætlar sér að kaupa 10 ára gamlan SAAB 9000 eða 900, sem þóttu nú ekki merkilegir SAABar, þá þurfti maður að borga nálægt milljón því eigendurnir lita á SAAB sem heilagan hlut.