Mér sýnist ég vera sá fyrsti sem svara hér sem í raun á Iphone.
Ég er búinn að eiga minn í tvö ár þann 11 des, Og ég mun fá mér annann iphone þegar þessi gefst upp.
Hann virðist reyndar ekkert vera að því neitt á næstunni. Þetta er áreiðanlegasti síminn sem ég hef átt hingað til, Allavega í mánuðum talið og heldur hann hleðslu enn mjög vel.
Sem lófatölva er þetta náttúrulega alger snilld hann er svo þæginlegur í notkun, bókstaflega öll app til í þetta, og meira að seigja hægt að fá þau "lánuð" einsog maður er vanur úr heimilisvélinni

Ipodinn er mjög góður, Þó að Itunes sé glatað þá getur maður nú lært að lifa með því einsog aðrir ipod eigendur.
E-mail, Netið, Calanderinn og allt hitt er eins ísí og það getur orðið.
Að skrifa skilaboð venst á tveim dögum og þetta spjall þema á SMS er snilld, fyrir þá sem eiga 3gs þá er MMS fídusinn líka flottur í þessum símum.
Sem sími er hann auðvitað stór og þungur en hann er mjór og rúnaður, fer þessvegna vel í vasa.
Gott að tala í hann gott að leita í símaskrá og flýtileiðir á "favorites" símanúmer flýta mjög fyrir.
Síminn mætti svosem vera jafn léttur og mjór og Ipod touch, Og geri ég bara ráð fyrir að hann verði það loksins þegar þeir hætta að uppfæra gamla og búa til nýjann Iphone.
Svo fyrir þá sem kaupa sér þann nýja þá er býsna mikið gott í honum, Einsog GPS'ið er margra tíuþúsundkallanna virði. Áttavitinn er plús.
3GS er líka mikið sneggri, minn er oft leiðinlega seinn að opna einsog langt sms spjall og símaskrá.
Ég man svo ekki meira í bili en endilega skjótið á þetta og verið með stæla

.´
Ég mun þá bara reyna að útskíra mál mitt betur.