Það er djöfull sárt í budduna og stoltið að vera tekinn af lögunni. En eins og þið voruð að segja þá erum við misjafnir eins og við erum margir. Það er slatti af misjöfnum sauðum í löggunni sem kanski ættu að finna sér e-ð annað að gera það verður að viðurkennast. En allar löggur eru bara manneskjur eins og þið hin og hvort sem þið trúið því eða ekki þá hafa þeir tilfinningar. En nema hvað að við löggurnar vinnum oft við þvílíkan viðbjóð, dónaskap og ömurlegheit (oft til þess að venjulega fólkið þurfi ekki að standa í því sjálft) og sérstaklega hérna í Reykjavík og víðar er viðbjóðslegt vinnuálag á okkur (á seinustu 10 árum hefur einn lögreglumaður drepið sig á ári hverju, þetta fær fólk ekki að vita, en af hverju haldiði að það sé?).
Flestir okkar förum eftir þeirri gullnu reglu að koma fram við fólk eins og við viljum að fólk komi fram við okkur en eins og áður var nefnt þá höfum við tilfinningar. Ég til dæmis hef farið í nokkur banaslys í umferðinni og einu gleymi ég aldrei. Tveri bílar rákust saman á Reykjanesbratinni, 3 persónur dóu í þessu slysi. Ég var fyrstur á staðinn og ég og félagi minn skiptum okkur á bílanna. Í bílnum sem ég fór í var einn maður og var hann mjög illa farinn. Hann var að rembast við að deyja ekki (það er ekki hægt að lýsa þessu með orðum) Og þegar við vorum að reyna að koma honum út úr bílnum og ég hélt um höfuðið á honum til að passa hálsliðina þá fattaði ég að þetta var félagi minn sem ég þekkti ágætlega og þótti mjög vænt um! Þið getið rétt ýmindað ykkur að ég var ekkert sérstaklega kammó við fólkið sem ég þurfti að hafa afskipti að það sem eftir var af vaktinni. Þetta er bara eitt dæmi af mörgum.
Það er útaf svona atvikum sem að ég er að vinna mína vinnu, af því að í næsta slysi gæti verið ættingi minn, þinn eða jafnvel við sjálfir. Ég er framúrskarandi ökumaður og ég efast ekkert um að þið séuð það líka en það eru svo mikið af veiku og geðsjúku fólki þarna úti að þið trúið því varla (ég veit þetta af því að ég er að vesenast í þessu fólki alla daga)
Og síðast en ekki síst þá minnast margir á hvað við erum merkilegir með okkur o.s.frv. já já sumir eru það, en oft er fólk að misskilja okkur. T.d. helgarvaktirnar í miðbæ Reykjavíkur, ölvuðu fólki finnst oft voða skrítið af hverju við nennum ekki að tala við það þegar við erum kanski að rembast við að vinna. Sérstaklega þegar að aðalsportið um helgar hjá sumun er að reyna að æsa okkur upp, trufla og drulla yfir okkur, bulla og rugla í okkur. En oft eru það þeir sem eru duglegastir í því að drulla yfir okkur sem eru svo fyrsti til að kalla á okkur til að hjálpa sér út úr vandræðum. Og þó að manni langi ekkert sérstaklega til þess að hjálpa svona liði þá gerir maður það samt vegna þess að þetta er bara vinnan okkar. Þegar ástandið er svona (og það er svona hverja einustu helgi) þá hættir maður að nenna að tala við fólk þegar það er í svona ham.
Og til að bæta örlitlu við þá er það oft reglan að margir ljúga að löggunni og einhverjir bíða eftir tækifæri til þess að lemja eina löggu eða svo (meira að segja vitum við um nokkra sem ætla sér að drepa löggur) þ.a.l. hættir maður að trúa og treysta fólk.
Þeir ykkar sem hafa e-ð að gera með undirheimana ættuð að vita nokkurn veginn hvað ég er að tala um
Vona að þetta hafi veitt smá innsýn, ég er ekki að reyna að gera lögguna að einhverjum hetjum eða þess háttar, við erum bara fólk í furðulegri vinnu. Þetta er bara svona

.