bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Thu 22. May 2025 06:22

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 36 posts ]  Go to page Previous  1, 2, 3  Next
Author Message
 Post subject:
PostPosted: Thu 05. Feb 2004 14:54 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 25. May 2003 23:50
Posts: 11978
Location: ::1
ég er ALLTAF kurteis við löggur og mun alltaf vera það, þeirra vinna og mitt brot :roll:

_________________

Tesla Model Y


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 05. Feb 2004 14:57 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 30. Aug 2002 19:47
Posts: 3939
Location: London
Varðandi radarvarana, þá á ég Cobra eitthvað (nýbúinn að kaupa hann). Veit ekkert hvernig eða hvort hann virkar því ég hef aldrei keyrt framhjá mælandi löggu með hann :lol:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 05. Feb 2004 15:01 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
Ég tek því bara þegar þeir bösta mig,

ég prófaði einu sinni að reyna að sleppa það var bara vesen og gékk ekki þannig að ég nenni því ekki aftur

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 05. Feb 2004 15:09 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
Aldrei verið tekin fyrir umferðarlagabrot en þegar ég hef verið tekinn í check þá er ég alltaf kurteis og löggan er það undantekningalaust á móti.

Ég á tæplega þriggja ára gamlan Whistler Euro sem á að taka myndavélar og svona og hann virðist virka ágætlega. Pikkar samt full mikið af fölskum merkjum(bílskúshurðaopnarar og þjófavarnir) fyrir minn smekk en maður lærir fljótt að þekkja þau í sundur og vita hvar þau er helst að finna.

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 05. Feb 2004 18:06 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Sat 15. Nov 2003 21:20
Posts: 104
Það er djöfull sárt í budduna og stoltið að vera tekinn af lögunni. En eins og þið voruð að segja þá erum við misjafnir eins og við erum margir. Það er slatti af misjöfnum sauðum í löggunni sem kanski ættu að finna sér e-ð annað að gera það verður að viðurkennast. En allar löggur eru bara manneskjur eins og þið hin og hvort sem þið trúið því eða ekki þá hafa þeir tilfinningar. En nema hvað að við löggurnar vinnum oft við þvílíkan viðbjóð, dónaskap og ömurlegheit (oft til þess að venjulega fólkið þurfi ekki að standa í því sjálft) og sérstaklega hérna í Reykjavík og víðar er viðbjóðslegt vinnuálag á okkur (á seinustu 10 árum hefur einn lögreglumaður drepið sig á ári hverju, þetta fær fólk ekki að vita, en af hverju haldiði að það sé?).
Flestir okkar förum eftir þeirri gullnu reglu að koma fram við fólk eins og við viljum að fólk komi fram við okkur en eins og áður var nefnt þá höfum við tilfinningar. Ég til dæmis hef farið í nokkur banaslys í umferðinni og einu gleymi ég aldrei. Tveri bílar rákust saman á Reykjanesbratinni, 3 persónur dóu í þessu slysi. Ég var fyrstur á staðinn og ég og félagi minn skiptum okkur á bílanna. Í bílnum sem ég fór í var einn maður og var hann mjög illa farinn. Hann var að rembast við að deyja ekki (það er ekki hægt að lýsa þessu með orðum) Og þegar við vorum að reyna að koma honum út úr bílnum og ég hélt um höfuðið á honum til að passa hálsliðina þá fattaði ég að þetta var félagi minn sem ég þekkti ágætlega og þótti mjög vænt um! Þið getið rétt ýmindað ykkur að ég var ekkert sérstaklega kammó við fólkið sem ég þurfti að hafa afskipti að það sem eftir var af vaktinni. Þetta er bara eitt dæmi af mörgum.
Það er útaf svona atvikum sem að ég er að vinna mína vinnu, af því að í næsta slysi gæti verið ættingi minn, þinn eða jafnvel við sjálfir. Ég er framúrskarandi ökumaður og ég efast ekkert um að þið séuð það líka en það eru svo mikið af veiku og geðsjúku fólki þarna úti að þið trúið því varla (ég veit þetta af því að ég er að vesenast í þessu fólki alla daga)

Og síðast en ekki síst þá minnast margir á hvað við erum merkilegir með okkur o.s.frv. já já sumir eru það, en oft er fólk að misskilja okkur. T.d. helgarvaktirnar í miðbæ Reykjavíkur, ölvuðu fólki finnst oft voða skrítið af hverju við nennum ekki að tala við það þegar við erum kanski að rembast við að vinna. Sérstaklega þegar að aðalsportið um helgar hjá sumun er að reyna að æsa okkur upp, trufla og drulla yfir okkur, bulla og rugla í okkur. En oft eru það þeir sem eru duglegastir í því að drulla yfir okkur sem eru svo fyrsti til að kalla á okkur til að hjálpa sér út úr vandræðum. Og þó að manni langi ekkert sérstaklega til þess að hjálpa svona liði þá gerir maður það samt vegna þess að þetta er bara vinnan okkar. Þegar ástandið er svona (og það er svona hverja einustu helgi) þá hættir maður að nenna að tala við fólk þegar það er í svona ham.
Og til að bæta örlitlu við þá er það oft reglan að margir ljúga að löggunni og einhverjir bíða eftir tækifæri til þess að lemja eina löggu eða svo (meira að segja vitum við um nokkra sem ætla sér að drepa löggur) þ.a.l. hættir maður að trúa og treysta fólk.
Þeir ykkar sem hafa e-ð að gera með undirheimana ættuð að vita nokkurn veginn hvað ég er að tala um
Vona að þetta hafi veitt smá innsýn, ég er ekki að reyna að gera lögguna að einhverjum hetjum eða þess háttar, við erum bara fólk í furðulegri vinnu. Þetta er bara svona :-s .


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 05. Feb 2004 18:40 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 07. Sep 2002 09:55
Posts: 5729
Sammála síðasta ræðumanni.

_________________
Haffi W. Schnurrenberger.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 05. Feb 2004 19:37 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 29. Jan 2003 22:16
Posts: 4811
Location: Hafnarfjörður
Frábært svar hjá þér poco, er fyllilega sammála þessu. :clap: :clap:

_________________
Jóhann
E36 BMW M3 '96 S50B32 - SELDUR
E36 BMW 328iA '95 (Articsilber metallic) - SELDUR


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 05. Feb 2004 19:38 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Wed 23. Oct 2002 11:33
Posts: 559
Location: Garðabær
Þetta verður bara alltaf svona. lögreglan hefur ákveðið vald og verður að nota það... 'Eg verð rosalega pirraður og reiður við lögguna þegar ég er tekinn fyrir umferðalagabrot, en af hverju að vera reiður við lögguna, þegar það var ég sem braut af mér? Jú þá líður mér betur að geta kennt öðrum um, og ég ætla að halda áfram að gera það... Svo framalega sem það kemur mér einum við mun ég halda því áfram... Mitt mál...

En ég hef heyrt sögur af fólki sem ætlar alltaf að kæra lögguna, eftir að löggan var með harkaleg handtök við það á djamminu niðri bæ, og í 99% tilfella er það fólkið sjálft sem kom sér í þessa aðstöðu, og mér er sama hvað það reitt við lögguna, það er þeirra mál...

'Eg veit líka nokkrar SANNAR sögur um gróft lögregluofbeldi, þar sem að Afi minn heitinn var varðstjóri í Lögreglunni í Rvk...

Ég segi bara eitt sem mér finnst... Löggan heldur uppi lög og reglu, og finnst mér að hún megi beita því valdi sem hún þarf til þess!!! Hún má minnka alla óþarfa valdbeitingu... Og ég á alltaf eftir að verða reiður þegar ég verð tekinn í framtíðinni og þá verð ég það bara, það er örugglega öllum sama um það :D

PS. Góð grein hjá þér poco!!!

_________________
Gunnar Hans - Alltaf á löglegum hraða :twisted:
-BMW 318i E36 ´93 - Seldur...
-Honda Prelude 2,0 4th-Generation - Seldur...
-Honda Accord 2,0 EXE


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 05. Feb 2004 19:48 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Thu 10. Apr 2003 18:11
Posts: 425
Location: Kópavogur
Nú hef ég ekki sest í aftursæti lögreglubíls nema 5 sinnum. Í fyrsta skiptið var það af því að að ég bað þá um að skutla mér heim sem þeir gerðu og var það vel :) Í annað skiptið var ég 17 ára að þenja bílinn út á Granda þegar ég er gripinn af óeinkennisklæddum löggum og voru þeir mjög kurteisir, gáfu mér smá ráðleggingar og áminningu í veganesti.
Síðan þá hef ég bara lent í hroka og ókurteisi, finnst mér lögreglukonurnar þar allra verstar, eins og þær séu að reyna um of að sanna sig í starfi.
En jú jú, kannski hef ég bara verið óheppinn og löggurnar eru vissulega misjafnar, og sjálfsagt ósanngjarnt að ég sé að leggja einhvern dóm á þær.

En svona til að svara upprunalegu spurningunni þá hef ég heyrt betri hluti um Whistler heldur en Cobra án þess þó að hafa reynslu af þeim sjálfur.

_________________
Heiðar
BMW 320i E36
Nissan Sunny 1,4LX - Seldur


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 05. Feb 2004 19:49 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Tue 24. Sep 2002 23:55
Posts: 989
Location: Seoul, South-Korea
Váá, mér finnst ég líta út eins og einhver lögguhatari hérna eftir þessa annars ágætu ræðu hjá poco :)

En málið er þetta og hefur verið mitt í þessari umræðu, ég viðurkenni fyllilega brot mín og er ekkert að skammast út í lögguna fyrir að vinna sína vinnu og taka mig fyrir það.....það er jú ég sem keyri of hratt en ekki löggan (í það skipti) ;)

En málið er að þessi einstaki lögregluþjónn kom fram við mig nánast eins og ég veit ekki hvað, þess vegna var ég fúll út í lögguna (ekki alhæfing) :)

Ég veit vel poco að löggan þarf að sjá margt og upplifa enn fleira sem við smásálirnar komumst ekki í hálfkvist við, en það eru jú þeir sem að velja sér störfin og verða því að geta unnið eftir því, en ekki látið það bitna á öðrum.....


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 05. Feb 2004 19:59 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Thu 10. Apr 2003 18:11
Posts: 425
Location: Kópavogur
Leikmaður wrote:
Ég veit vel poco að löggan þarf að sjá margt og upplifa enn fleira sem við smásálirnar komumst ekki í hálfkvist við, en það eru jú þeir sem að velja sér störfin og verða því að geta unnið eftir því, en ekki látið það bitna á öðrum.....


Góður punktur

_________________
Heiðar
BMW 320i E36
Nissan Sunny 1,4LX - Seldur


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 05. Feb 2004 20:16 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 30. Jan 2003 06:08
Posts: 3377
gstuning wrote:
Sko það þýðir ekkert að vera nöldra yfir löggunni

Ég man bara hvað stóð í biblíunni,

Þú braust löginn!
Þú ert ekki góði gæinn
Þeir eru góði gæinn
Þeir vinna að mér skilst 12tíma vaktir,
Þeir þurfa að deala við skít jarðarinnar alla daga
Þeir þurfa að deala við alltof mikið af fólki á hverjum degi,

Hvað með það þótt að þú hafir lent á einum sem var í fýlu, kannski var hann að missa konuna sína eða börn eða hvað sem er, þú þarft bara að gefa fólki séns og láta svona ekki í þig fara, ég veit ekki hvað þú gerir en ætlarru að segja mér að þú sért Mr. Perfect í vinnunni þinni, það er enginn, allir gera mistök og svona er þetta bara

Ertu að reyna að komast í lögregluskólann ég held að þeir taki ekki mark á þessu hérna á spjallinu MR NICE GUY
síðan áttu að vera í beltum líka þegar þú ert að reyka og kantafelgur í hringtorgum

_________________
523 E61 Touring
Mazda Rx7 Ekkert turbo vesen 12.060 @ 117.80
Clio 1,8 á R888 Ralycrossarinn
Hæðarstilli dekk ókeypis fyrir Reykjavik og nágrenni
Offical E30 H8R CREW
Member ONE


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 06. Feb 2004 09:21 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
Ég ber virðingu fyrir löggunum,

kannski ekki alveg jafn mikið fyrir umferðalögum,

Ég verð að koma með eina góða sögu svona í ljósi þess að við erum að tala um lögregluna

Þar var ég að keyra fram hjá Esso niðri í bæ og var þetta um miðjan daginn, þegar ég tók beygjuna í áttina frá Esso og í áttina að laugeveginum þá skrikaði billinn að aftan og ég slidaði aðeins ;)
Lögreglan sá það og stoppaði mig, ég var með overdue endurskoðun líka
Allaveganna þá ætluðu þau, strákur og stelpa að sekta mig fyrir það að hafa misst bílinn, ég fékk viðvörun, en það góða var svo að þau ætluðu að gefa mér boðun í skoðun, en það fór þannig að ég hlustaði á meðan þau voru að hvíslast og í ljós kom að þau áttu engan boðun í skoðun límmiða :) þannig að ég slapp með það,

En já sú stelpa var aðeins meira hrokafyllri en strákurinn, veit ekki afhverju, hún líka starði á mig til að sjá eitthvað slæmt við mig, eða eitthvað, samt alveg rosalega sæt ;)

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 06. Feb 2004 13:32 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Sat 15. Nov 2003 21:20
Posts: 104
Það er alveg rétt við veljum okkur þetta starf og ég er ekkert að reyna að fá neina samúð. Málið er að sumir velja sér þetta starf en ættu bara alls ekki að gera það!. Margir átta sig á því og hætta (eða drepa sig :? ) En svo eru bara sumir sem fatta ekki að að þeir eiga bara alls ekki heima í þessu starfi og það eru þeir sem gera okkur hinum afskaplega erfitt fyrir.

Svo minntist e-r á lögregluofbeldi, það er alveg rétt. Ég hef heyrt rosalegar sögur af því hvernig farið var með fólk fyrir nokkrum árum síðan, en þetta hefur breyst. Fólk er meðvitaðra um rétt sinn og lögreglan kemst ekki upp með hluti sem þeir gátu áður.
En það er alveg á hreinu að ef t.d. ég lendi í útúr-rugluðun vitleysing, upptjúnuðum á kóki eða spítti (sem er orðið sjálfsagður hlutur í dag) niðri í bæ þar sem að umhverfið er yfirleitt ekki vinveitt mér þá afgreiði ég hann af fullri hörku og eins fljótt og ég get, einfaldlega af því að þetta er bara vinnan mín og ég vill komast óslasaður heim til fjölskyldunnar minnar.
Og fyrir fólki sem horfir á þessar aðfarir getur þetta virst djöfull harkalegt, sérstaklega þegar það veit ekki hvað hefur á undan gengið. (og þá yfirleitt fær maðu þessa vitleysinga á sig sem ætla að bjarga greyið manninum sem löggan er að misþyrma :wink:

En þetta var smá útúrdúr, gangi þér vel að finna góðan radarvara :)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 06. Feb 2004 19:08 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Mon 10. Nov 2003 01:11
Posts: 495
Location: Honolulu, Hawaii
Ég er með Whistler 1730A radarvara sem ég keypti á 17.000 kr í Aukaraf og sé ekkert eftir krónu, jú hann á það til að gefa kannski í hærra lagi af fölsum köllum eins og einhver sagði hérna á undan en maður fer að þekkja þetta með tímanum, en hann hefur komið sér vel að notum, ekki einu sinni og ekki tvisvar :) s.s mæli ég 110% með whistler


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 36 posts ]  Go to page Previous  1, 2, 3  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 26 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group