ég er nú ekki vanur að spurja kóng eða prest í þessum pælingum mínum... en ég er svona að byrja síðustu handtökin ofan í húddinu, eitt af fáu sem ég færði yfir af mótornum sem var í bílnum fyrir var vatnsdælan, hún lúkkaði svo alveg 250ára þegar hún var komin ofan í.. og eiginlega fyrir að hafa þjáðst af kynsjúkdómi allavega 200 af þeim..
ég áhvað svo að rífa hana ásamt flr af til að sjæna og mála.. og var planið að mála hana rauða til að tóna við strut barinn, ballancestöngina og flr rautt dót hingað og þangað um bílinn,
hinsvegar eftir 2kvöld með vírbursta tjöruhreinsir og álsýru þá er hún nú bara að verða helvíti fín
ég prufaði að tilla henni bara til að sjá hvort hún sé nú ekki bara að gera góða hluti svona silvurgrá.. og ætlaði nú bara að fá álit hjá nokkrum smuröpum til viðbótar við sjálfan mig..
flott svona.. eða á ég að halda mig við fyrra plan?
(fyrir þá sem ekki vita er vatnsdælan öfgastóri hlutuinn framan á mótornum)
