gunnar wrote:
Leikmaður wrote:
Menn eru að lýsa kröfum (kröfulýsa) í þrotabú gamla Landsbankans - það er 98% líkur að það komi ekkert að gagni þar sem forgangskröfur, veðkröfur o.fl. koma á undan kröfum vegna taps í peningamarkaðssjóðum (almenn krafa). Að mínu mati er því alger óþarfi að borga einhverjum lögfræðingum fyrir að kröfulýsa fyrir sig - fólk getur gert það sjálft til þess að friða samviskuna.
Svo er það bótamál gegn Landsvaka sem er svo það sem hugsanlega e-ð getur komið út úr - þar gildir ekki þessi frestur sem rennur út um mánaðamótin, heldur almennur fyrningarfrestur kröfuréttinda. Hversu mikið vit er að fara í slíkt mál gegn Landsvaka ætti að skýrast þegar úrlausn úr Hæstarétti fæst varðandi prófmálin sem Ergo lögmenn höfðuðu fyrir 18 aðila í peningamarkaðssjóðnum. Það verður ekki fyrr en eftir áramót.
Þakka þér kærlega fyrir skýr og góð svör Jói
Eins og sést kannski á póstinum frá mér þá er ég ekki mikið inn í þessu, en þetta er ansi þungt mál fyrir kallinum enda átti hann eins og fleiri íslendingar einhverjar krónur þarna inni.
Ekki málið Gunni
Það eru allnokkrar lögmannsstofur að sýsla í þessum málum (Regula, Lögmenn Laugardal, Ergo o.fl.). Ef pabbi þinn vill leita aðstoðar einhvers í þessu, þá mæli ég með Ergo lögmönnum í þessu máli. Þeir eru reyndar að rukka mest (85 þús, sjá sjodsfelagi.is) en hjá þeim færðu líka hjálp við að halda kröfu til streitu gegn Landsvaka. En t.d. hjá Regula, sem er að rukka um 25 þús, þá er einungis verið að tala um kröfulýsinguna í gamla LÍ.
Auk þess sem Ergo lögmenn eru þeir sem stefndu þessum málum fyrir dóm fyrstir og eru að mínu mati komnir mest inn í þetta mál. Ungir og metnaðarfullir strákar - þekki ágætlega til þarna. Ef pabbi þinn tapaði einhverjum milljónum, a.m.k. milljón+, þá er ekki spurning um að splæsa þessum 85 þús kalli til þeirra.