það er nú orðið langt síðan ég hef update-að hérna..
er búinn að dunda mér dáldið í vetur, minna en mætti reyndar, en þetta þokast
tók mig til og tók þá fáu hluti sem ég hafði notað af gömlu vélini pússaði þá niður og sprautaði, vatnsdælu,alternator,strekkjara,trissur, og nokkra smáhluti, "frískaði" heilmikið upp á vélarsalin

setti nýja stýrisdælu, oem GM, og nýjar slöngur.


setti í hann racetronix "fuel system" sem samanstendur af walbro bensíndælu, og reyndar afar fallegu húsi utan um hana, sem smellur beint í sætið þar sem orginal dælan var, svo fylgdu ný tengi með pinnum, þannig að það er alveg oem frágangur á lúminu,
svo er nýtt lúm fyrir bensíndæluna með þessu, s.k einhverjum spekingum er orginal lúmið fyrir bensíndæluna með það cheap vírum að sverari dælur eins og walbro og flr hafa verið með vesen, í þessu lúmi er helsver kapall sem fer beint í alternatorinn og í relay, svo tengir maður nýja lúmið í tengið fyrir gamla, og tengir svo lúmið fyrir dæluna í plögg á nýja lúminu, svo er sver kapall frá geymir í boddý sem samkvæmt fræðingunum á að gefa betri jörð, kittið var allavega mjög flott og afar vandað, og nú má fara skjóta gasi á þetta


hengdi svo relay-ið fyrir walbro dæluna þarna á ABS unitið, nokk snyrtilegt bara

tók svo hásinguna undan honum, skipt um allar legur í henni og pakkdósir, og sett 3.73 hlutfall í stað 3.42, setti svo á hana mjög þykkt og massað ál lok, en þessar hásingar hafa verið að vinda upp á sig, sem hjálpar til við að mölva drifin í þessum bílum ásamt öllu hinu sem er ekki gott.
hásingin var svo sandblásin og epoxy húðuð, og ég er að fara sprauta hana með hempa þam, sem er níðsterkur viðbjóður, svart



lét svo blása hitt oo þetta undan honum í leiðini
er að dunda mér við að grunna og sprauta þetta núna


svo fer þessi í líka, UMI chromoly skástífa, með pólý of rótenda, nú er loksins hægt að stilla hásinguna af, en eftir að ég lækkaði hann þá stóð dekkið öðru megin augljóslega lengra út en hitt, svo er þetta bara mun stífara en orginallinn sem er e-h járnrusl sem flexar undan engu álagi, nú er líka komið poly í allt að aftan,

jú svo eyddi ég alltof miklum tíma í einhevrjar æfingar með nítrókútin og kom honum fyrir til þess eins að vilja setja hann annarstaðar og taka hann aftur úr

vonast nú til að taka smá hring þetta sumarið