BMW 525iA E34
Ætla prófa að setja fákann á sölu svo maður geti rótað í S13.
Bíllinn er SSK og ekinn í kringum 285.000km og á nóg eftir.
Byrjum bara á fæðingarvottorðinu:
Engine M50
Cubical capacity 2.50
Colour GRANITSILBER METALLIC (237)
Upholstery ANTHRAZIT STOFF (0411) - Í bílnum er núna MINT comfort leður með hita í bossanum og armrest, einnig er armrest með hólfi afturí og hauspúðar, því miður eru enþá tauhurðarspjöld. Svo eru velour mottur allann hringinn.
Prod. date 1991-11-04
Order options
No. Description
288 LT/ALY WHEELS - Bíllinn er á 15" Basketweaves, allar miðjur og varadekkið er eins, ágætis dekk á þeim líka
320 MODEL DESIGNATION, DELETION
401 SLIDING/VENT ROOF, ELECTRIC - Virkar eins og í sögu
410 WINDOW LIFTS, ELECTRIC AT FRONT - Vantar nýjan sleða vinstra megin, hann er boltaður í ekki hnoðaður eins og á sumum (sem er plús), það eru E34 í vöku og nokkrir að rífa svona bíla þannig að það er ekki vandamál.
428 WARNING TRIANGLE
472 CENTER ARMREST FRT DRIVER/PASS
498 HEADRESTS IN REAR, MECHANIC. ADJUSTABLE
510 HEADLIGHT BEAM-THROW CONTR. F LOW BEAM - Fyrsti E34 sem ég hef séð þetta virka í
520 FOGLIGHTS - Annar kastarinn er með brot eftir grjót
652 BMW BAVARIA C II - Ágætis Pioneer spilari í honum, ágætis hátalarar líka, veit ekki hvort það sé stock eða ekki
708 M-SPORT LEATHER STEERING WHEEL II - Ágætis standi, ekkert rifið
801 GERMANY VERSION
Aðrir hlutir varðandi bílinn.
Plúsar:Bíllinn er með 10 skoðun.
Í bílnum er glæný stýristöng (fylgir nóta).
Bíllinn er nýkominn úr pústi (fylgir nóta).
Bíllinn er solid í akstri.
Vélarsalurinn í þessum bíl er súperclean.
Bíllinn vinnur vel og keyrir vel.
Ég setti leðurhandfang á handbremsuna.
Ég er búin að setja lesljós í allan bílinn.
Ég skipti um ónýtar perur í mælaborðinu.
Ég lagaði laust hanskahólf.
Ég lagaði brotna handfangið á hanskahólfinu (original lásinn er á því).
Ég setti einn öskubakka í, fann ekki einn í viðbót sem vantar öðrumegin.
Ný löm í benslok (fylgir nóta)
Mínusar:Það var skipt um skiptinguna, eftir það er komið hundleiðinlegt "tikk" undan bílnum, ekki fundið neina galla í akstri útaf þessu en þetta heyrist þegar þú stendur fyrir utan bílinn.
Bíllinn er ekki alveg súpersmooth í hægagangi, snúningsmælirinn tekur ekki neitt massíft drop heldur purrar hann bara pínu, varla vert að nefna.
Lakkið á bílnum er ekki beint lélegt en hann er dálítið grjótbarinn að framan og svona litlar doppur hér og þar, verst af öllu er ryðskemmdinn í hægri sílsinum og undir hægri hurðunum, undir hurðunum er ryð sem er ljótt en ég held að það sé ekki alvarlegt. Einnig er hægri hjólboginn nuddaður (aðeins hjólboginn) og hefur litli listinn fokið af í leiðinni og yfirborðsryð myndast, ég á listann.
Ég var búin að nefna að vinstri rúðuupphalarinn spýtir af sér rúðunni, þarf nýjann.
Brot í vinstri kastara og vantar grill í stuðara.
Samlæsingar eru leiðinlegar, skynjarinn í bílstjórahurðinni er sökudólgurinn en það virðist sem vinstri aftur hurðinn sé ótengd. Ef ég ýti skynjaranum nógu langt niður á bílstjórahurðinni læsist allt (hægri hurðir, bensínlok og skott) nema vinstri afturhurð.
Klæðninginn í toppnum lafir aðeins að aftan
Vantar límmiðana í miðjurnar í felgunum









Þessi bíll er frábær í akstri og alltof kósí með þetta leður og SSK, þegar snjórinn kom var fáranlega gott að keyra hann og hita á sér bossann með hitanum í sætum. Varðandi kastara, grill í stuðara, rúðuupphalara og hurðarskynjara... þá getur vel verið að ég komi þessu í lag fyrir sölu.
Gæti verið að ég sé að gleyma einhverju en ég hendi því inn um leið og ég man það.
Ég ætla að setja á bílinn 250.000kr þar sem hann er ágætlega vel búinn og farinn og með glaðvakandi M50B25.Þeir sem hafa áhuga sendið einkapóst.
kv Axel