Jæja...smá update.
Bíllinn er núna löngu kominn í vetrargeymsluna og bensín peningurinn því nýttur í ýmislegt spreð. Ekki stórir hlutir heldur frekar nokkur smáatriði þótt stóru atriðin séu vissulega á dagskránni.
Það helsta...
Felgurnar eru í sprautun í þessum töluðu orðum (ekki pólýhúðun

) og allir smáhlutir þeim tengdir hafa verið keyptir nýir. Þá er ég að tala um merki, gúmmíþéttingar, lásalok og slíkt. Þetta verður vonandi eðall.
Ný afturljós hafa líka keypt og eru þau alveg eins nema bara með hvítum stefnuljósum. Held að þau eigi eftir að koma betur út en orange. Einnig fjárfesti ég í spánýjum mottum beint frá Alpina GmbH enda eru þær sem voru í bílnum úr Coupe og passa þess vegna ekki almennilega. Það verður ekki slæmt að hafa Alpina rendur á gólfinu.
En núna að væntanlegum stærri atriðum...
Það sem er núna á dagskránni eru svuntan og Alpina rendurnar.
Svuntan sem var upphaflega á bílnum kallast Typ 164. Þessi svuntan er nú ekki bara skraut því hún gefur 2% hærri hámarkshraða og auk þess meiri stöðugleika í háhraðaakstri. Ekki það að ég hafi fundið eitthvað að akstureiginleikunum enn en Alpina leggur mikið upp úr því að hægt sé að keyra bílana þeirra hratt og örugglega.
Typ 164 er eins og á bílnum hér að neðan.

Svona svunta kostar litlar 170.000 krónur hjá B&L, þannig að ég hef haft augun opin á Ebay og svo er Koed.dk að selja svona á mun skaplegra verði. Ef einhver getur veitt mér góð ráð varðandi þessi kaup, þá eru öll ráð vel þegin.
Þá að röndunum...
Það sem veldur mér hvað helst hugarangri þessa dagana er litaval á þessum röndum.
Sjálfu sér ekkert flókið enda bara gull og silfur í boði.
Hvað segir krafturinn? Gull, silfur eða sleppa þeim?

Annars var bíllinn ekki upphaflega með röndunum, en hvað með það.
Edit: breytti aðeins orðalagi.