Hef ekkert að gera í skólanum svo að ég held að málið sé að upplýsa ykkur um hvað hefur verið að gerast undanfarið.
Einhverntímann í síðustu eða þarsíðustu viku var ég á leiðinni heim þegar bíllinn byrjaði að titra allsvakalega. Þetta lýsti sér svona eins og þegar það er laus felga undir bílnum hjá manni. Ég stoppa og kíki á þetta en sé ekkert. Allar felgur fastar og svoleiðis. Ég dóla þá bara restina af leiðinni heim, og fann það að ef ég fór upp fyrir vissan hraða þá fór bíllinn að nötra, og mér fannst hann líka eitthvað skrítinn að beygja honum. Ég nennti eiginlega ekki að fara að kíkja á þetta strax þannig að það var byrjað að strípa bílinn. Ég tók öll sæti úr honum, afturhilluna, miðjustokkinn, "hurðaspjöldin" afturí og að lokum teppið líka. Þar var margt sem kom í ljós. Þónokkuð ryð og skemmtilegheit. Hérna eru 2 myndir:


Svo á föstudaginn síðasta sá ég að það var auglýst driftæfing á laugardeginum svo að ég ákvað að henda stól í bílinn og athuga með þennan titring. Ég náði ekki að bakka 1 meter útúr stæðinu þegar ég heyrði stóran skell stýrið fór úr sambandi. ég kíkti á þetta og sá þá að spyrnan hægra megin að framan lá niðri að aftan, eða þar sem hún fer í fóðringuna. Ég tjakkaði bílinn upp og kíkti á þetta, og sá þá að boltinn úr spyndilkúlunni sem fer uppí mótorbitann var brotinn. Birgir sig sagði mér að hann ætti þetta til þannig að ég fór til hans að leita að þessu. Eftir tveggja tíma leit gafst ég upp og játaði mig sigraðann.
Strax eftir helgina fór ég að reyna að redda mér spyrnu. Þeir í TB sögðu við mig að þeir ættu eina svona spyrnu og kostaði hún 15.000 kall. Þegar ég kom og ætlaði að fá hana þá fundu þeir hana ekki. Áttu bara spyrnu í E36. Ég fór heim og hringdi á nokkra staði en það átti þetta enginn, en B&L hafði einhverntímann átt þetta. Hann hélt að það væru 3 á síðan, og þá kostaði það ekki nema 42.000 kall! Þá fór ég að pæla hvort að E36 spyrnan passaði ekki bara í E30. Ég hringdi í nokkra aðila en þeir vildu allir meina að þetta ætti ekki að ganga. Ég fór nú samt og bar spyrnurnar saman, og endaði ég á því að kaupa E36 spyrnuna. Mér til mikillar undrunar var EKKERT mál að koma henni í. Eina sem er öðruvísi á henni eru spindilkúlurnar, en þær eru bara sterkari ef eitthvað er. Þannig að ég fór út að rúnta á E30 í gær, helgötóttum og með enga einangrun. Ég var búinn að gleyma hvað er skemmtilega leiðinlegt að keyra hann. Haha.
Vona bara núna að það verði æfing um næstu helgi þar sem bíllinn fer af númerum um mánaðarmótin.
vona að einhver hafi nennt að lesa þetta
