Hmm kannski maður ætti að uppfæra þennan blessaða þráð.
Það sem er allavega nýtt síðan seinast er að bíllinn er kominn úr smá yfirhalningu frá herra IvanAnders.
Skipt var um kúplingu, nýja kúplingin á að vera voða fín stage 2 kúpling eða svo sagði allavega seljandinn á ebay en hún lítur alveg eins út og sú gamla. Sachs kúpling samt svo að hún ætti nú að halda eitthvað.

Shortshifternum var skipt út fyrir z3 shifter.
Svo var skipt um bremsurör þar sem þau voru farin að ryðga.
Bensínleki lagaður og tankurinn farinn að endast svona 5 sinnum lengur
Og eitthvað smotterí í viðbót.
Bíllinn ætti bara að vera nokkuð solid núna og ekkert sem ég veit um sem gæti klikkað á næstunni.
Svo er maður bara búinn að vera að æfa sig í að fara á hlið og það gengur svona upp og niður, hef aðallega verið að glíma við undirstýringu en er nún kominn með hörku fín toyo t1r framdekk svo að æfingarnar ættu að fara að ganga eitthvað betur

_________________
Ódýrir OEM Bosch súrefnisskynjarar til sölu!Vantar þig aðstoð við að panta af ebay eða annarstaðar á netinu? Sendu mér PM.
██ 1994 BMW E36 332i sedan
██ 1991 Chevrolet Camaro Z28
██ 1982 Toyota Carina A60
██ 2005 Ford Fiesta ST
Svezel wrote:
Þú ert svo mikill bíla-hipster að það er ekki fyndið
