Búið að vera gott sumar hjá þessum .
Byrjaði nú á því að vera túrbó og til í tuskið í vor, en ég fór í það að skipta öllu túrbókerfinu út og kaupa mér stærri túrbínu, inntercooler setja á hann wastedspark kveikjukerfi, stærri spíssa og Vems standalone ásamt að smíða Splitpulse túrbómanifold frá grunni með góðri hjálp.
Bíladagar, var með í götumíluni og tók þátt í driftkeppnini, áður en ég fór norður þá setti ég orginal krók á bílinn og fékk lánaðan Combi-camp tjaldvagn foreldra minna og fór með hann með mér



Ég tók þátt í nokkrum driftkepnum og var það geðveikt gaman fékk 2 stig í heildina og lenti í 10-11 sæti over all sem er ekkert til að hrópa húrra yfir, maður verður bara að taka þetta með trompi á næsta ári og reyna að ógna kóngunum eithvað


Ég var einnig með í Íslandsmeistaramótinu í kvartmílu og lenti þar í 2 sæti til Íslandsmeistara og náði best á brautini 12.046 á 116.5 mílum sem er besti tími sem Bmw hefur náð á Íslandi.
Náði að steikja kúplingsdiskinn minn í seinustu keppnini .

Þróunar breitingar á bílnum í sumar voru ekki miklar, mikið vesen var að ná að stilla wastgatið en ég náði því í lokin, hálfleðruð sportsæti, Volvo lip, setti stýrisdobblara í bílinn í ágúst og breitti húddinu því inntakshitinn var að stíga frá 30 gráðum í starti og 400 metrum seinna var hann kominn í 60 gráður á rétt rúmum 12 sekondum. Í september setti ég í nýjan kúplingsdisk í sem var sendur heim í hraðsendingu svo bíllinn kæmist á dinodaginn



Þar sem daly driverinn bilaði í 2 mánuði í sumar þá var þessi bíll notaður á hverjum degi, fórum upp í sumarbústað, konan í vinnuna á daginn og svona, mjög dugleg var samt ekkert voðalega mikið að fíla dobblaran og vill ekki prufa nýju kúplinguna


Sumarið endaði svo á dinodeginum.
370hö í 6250 og 533 nm í 4970 18psi af boosti eða um 1.2 bar
Breitingar í vetur verða littlar, sennilega set ég í hann 3:15 drif annars verður ekkert gert.
Myndir frá Sæma boom og mér.