98.OKT wrote:
Kristjan wrote:
98.OKT wrote:
Þetta er með eindæmum vitlaust að setja einhver skilirði um það hver fær að kaupa þennan bíl og hver ekki.
Held að menn ættu bara að vera fegnir að losna við svona bíl yfir höfuð eins og staðan er í dag, þar sem það er ekkert grín að reka svona bíl, og þeir sem kaupa bíla í þessum verðflokki eru kannski ekki beint menn í að aka um á bíl sem eyðir 20+ lítrum á hundraði....
Þar að auki eru þetta ekki beint "morðmaskínur" þessir bílar, ég væri allavega hræddari við 17 áa gutta á e30 325 heldur en þessum

Er það? Viltu frekar að tveggja tonna bíll aki á þig en 1.2 tonna? Ef þeir eru á sama hraða?
Mér finnst þetta ekki vera spurning um þyngdina á bílnum, heldur hvernig honum er ekið.
Sama hvort menn eru 17 eða 27, þá eru miklar líkur á að menn á e30 325 séu í drifti útá götu, eða að keyra "glannalega", en 750 er miklu meiri krúser, fyrir utan það að ungir menn á svoleiðis bíl læra fljótt að ef þeir vilja ekki fara á hausin útaf bensínkostnaði að þá verða þeir bara að slaka aðeins á gjöfinni....
Þú semsagt manst ekki eftir fréttinni frá Selfossi fyrir ca 2-3 árum.
Strákur sem var nýkominn með bílprófið hafði keypt sér 750i E32.....og fyrsta kvöldið endaði hann utan vega INNANBÆJAR á Selfossi, INNI í garði hjá einhverjum.
Hann var HEPPINN að valda ekki dauðaslysi.
Það er nákvæmlega ástæðan fyrir þvi að "guttar" kaupa sér 750i, hann er með alveg svakalega-mörg-hestöfl,,,,,,
sem er bara vitleysa fyrir "gutta" sem kunna ekki að keyra ENNÞÁ.
Tæp 300 hestöfl og 2 tonn. Pant vera langt í burtu þegar sá einstaklingur fær bílprófið.