Sælir
Leiddist aðeins í vinnuni og sá splunkunýjann Prius hérna fyrir utan. Ákvað því að henda upp nokkrum tölum

Toyota Corolla Terra
Verð: 3.330.000 kr
Eyðslutölur
Innanbæjar (l/100km): 8,6
Utanbæjar (l/100km): 5,7
Meðaleyðsla 50/50: 7.15 

Toyota Prius
Verð: 5.250.000,00
Innanbæjar (l/100km)  	5,0  	
Utanbæjar (l/100km) 	4,2
Meðaleyðsla: 4,6
Verðmunur á Corolla og Prius: 
1.920.000 krónur
Gefum okkur svo 15 þúsund km akstur á ári:
Corolla eyðir 1072 lítrum á ári
Prius eyðir 690 lítrum á ári
Árlegur mismunur er þá 382 lítrar
Munurinn á hverju ári er því 73.344 krónur í bensínsparnað (M.v verð per líter sé 192 kr )
Sem þýðir það að það taki örlítið meira en 26 ár að ná upp í verðmuninn
26 ÁR!
Núna er ég hrikalega lélegur í stærðfræði en ég quadruple tjékkaði þetta og alltaf fékk ég sömu tölurnar
Endilega einhver annar leiðrétti mig ef að þetta er vitlaust.....
Mér hefur alltaf fundist þetta frekar absúrd concept með þetta Prius æði. Ef þetta er rétt þá er þetta skólabókardæmi um að spara aurinn og henda krónunni!