Birkir wrote:
Glæsilegur bíll, gott felguval

Verður gaman að sjá hann þegar hann verður alveg tilbúinn.
Takk

Jæja ég er að mestu búinn að setja innréttinguna saman.
Einhver auli sem hefur átt bílinn skar huges göt fyrir hátalara í afturhliðarspjöldin

Þannig að ég þarf að redda mér öðrum.
Aftursætin, Recaro SRD replica framsætin og hliðarspjöldin afturí eru komin í ásamt því að ég tillti mælaborðinu í og raðaði öllum raflögnunum á rétta staði. Nýtt hitaelement komið í.
Hérna er ein mynd af aftursætunum, ég gleymdi að taka mynd af framsætunum.

Síðan reif ég ógeðis M merkið af húddinu og setti BMW merki í staðin


Ég fór að sækja númerin á hann í dag en steingleymdi að tryggja hann þannig að ég fékk ekki að taka út númerin, auðvitað var búið að loka í tryggingunum

Þannig að ég sæki þau á morgun.
Ég viðraði bílinn samt aðeins og keyrði hann út götuna. Hann keyrir sæmilega, það þarf samt að skipta um nokkrar fóðringar.
T.d hefur einhver bjáni sett venjulegar E30 control arm fórðingar í hann en ekki M3 fórðingarnar sem eru með gatinu á öðrum stað, þannig að framdekkin sitja núna aðeins aftar en þau eiga að gera.
Þarf að panta nýjar fórðingar að utan sem fyrst. Ég ætla að athuga fyrst hvaða aðrar fóðringar ég þarf og panta þetta síðan allt í einu.
Ég tók samt nokkrar myndir á meðan bíllinn var úti. Eins og ég sagði fyrr í þræðinum er hann á of háum afturdekkjum eins og sést.




_________________
Tony Montana - BBS LM CREWE36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM
http://www.e30.is