Jæja nú tókst mér að slamma bílinn heldur betur í gær í Hvalfjarðarrúntinum.
Var að taka fram úr myndatökubílnum á leiðinni til baka í Hvammsvík þegar ég
fer með vinstra framdekkið í þessa myndarlegu holu í vegkantinum. Þetta var
vel harkalegt högg sem kom. Þegar ég var að keyra malarveginn að Hvammsvík
þá rakst bíllinn niður - hélt reyndar að plasthlífin undir bílnum væri laus og nuddaðist
við.
En... þegar í Hvammsvík var komið var bíllinn helslammaður bílstjóramegin að framan,
ætli dekkið hafi ekki verið 4-5 cm hærra upp í hjólaskálinni en venjulega. Frábært.
Eftir að hafa fullvissað mig um að það væri ekki að nuddast við í akstri þá lullaði ég í
bæinn. Hafði nægan tíma til að hugsa um hvað þetta gæti verið dýrt vesen á núverandi
gengi
Kom honum beint á lyftu hjá TB og þá sáum við að róin sem gormurinn situr
á hafði brotnað/klofnað. Hún er úr einhverju plastefni þannig að hún er ekki sterk.
Allavega, Nonni bras á einhverjar heavy duty rallyrær úr málmi sem við ætlum að
setja í staðinn. Ekki stóri peningurinn

Svo er ég að bíða eftir project fælunum fyrir vélartölvuna frá Hr. X til að geta
lagað mappið á bílnum - hann er ekki að skila sínu, kokar á köflum.
_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR

Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...