Zed III wrote:
freysi wrote:
Ekki tók ég nú eftir því að krónan ætti að styrkjast bara við aðildarumræður.
En þú ættir nú að athuga skuldabréfaveltu, þar sérðu beinar afleiðingar. Langt síðan að svona há velta hefur verið á skuldabréfamarkaði og nota bene jókst um leið og aðildarviðræður vorum samþykktar. Einnig er nú skuldatryggingarálag ríkissjóðs á uppleið en það er nú trúlega líka vegna þess að lending er í sjónmáli varðandi uppgjör gömlu bankanna.
Niðurleið meinar þú væntanlega og skuldabréfaveltan kemur þessu lítið við.
Nei ég meinti það sem ég sagði, á uppleið þar sem það er að styrkjast - jákvæðar fréttir. Talaru um að krónan sé á niðurleið afþví að gengisskráningin er að lækka?
Væri nú gaman að heyra einhver rök fyrir því að skuldabréfaveltan komi þessu lítið við. Veltan hefur verið í kringum 50-70 milljónir á dag þetta árið. Hún hefur aukist gríðarlega síðan að aðildarviðræður voru samþykktar og voru í kringum 20 milljarða í dag. Þetta sýnir að menn eru að kaupa bréf og stunda viðskipti, ég hefði haldið að það væri nú af því góða.
Kemst nú ekki inn á markaðsvaktina núna til þess að athuga hvernig veltan var daginn fyrir samþykki - en fróðlegt væri að sja þær tölur.