Gunni wrote:
Nú hef ég soldið verið að skoða felgur á ebay.de. Þar er verið að auglýsa felgur oft bæði fyrir e36 og e39

Skv. þessum tölum hér fyrir ofan ætti það engan vegin að passa á milli. Hvað er málið ? Eru Þjóðverjarnir bara svona grillaðir eða ?
Þær felgur er hægt að nota beint á E36/E46, en með spacerum á hina. Og hub-centric rings á alla nema E39!
Eftir því sem offset talan er hærri, því innar situr felgan á bílnum (lengra frá felgunni út í brettið).
Hærra offset = því fjær frá miðjunni á felgunni, í átt út frá bílnum, situr festingin fyrir felguna.
Teikningin hér að ofan er þversnið af felgu, þú ert að horfa ofan á hana, neðri hlutinn á myndinni er sú hlið sem snýr frá bílnum.
Það er því hægt að setja spacera á felgur sem hafa hátt offset, til að færa felguna utar, en það er ekki hægt að taka felgu sem er með lágt offset og setja hana á bíl eins og E36/E46 (það kemst undir í sumum tilfellum, en felgan verður utar en henni er ætlað að vera).
Svo er önnur hlið á dæminu. Eftir því sem breiddin á felgunni breytist, þá þarf líka að breyta offsettinu! Tökum sem dæmi E34 bíl. Þá er original stærðir eftirfarandi (ég er ekki alveg 100% á 9" breiddinni):
16x7 ET11
16x8 ET20
16x9 ET8
Það er því ekki hægt að segja að eitt offset gildi fyrir ákveðin bíl, heldur verður að tilgreina líka hvaða breidd af felgu er verið að tala um
