Sæl veri samkundan,
Þar sem ég hef nú aldrei verið smeykur við djúpu laugina og kýs að skella skollaeyrum við krepputali og þess háttar, keypti ég viðkomandi bíl um daginn, og mun þ.a.l. væntanlega finna á eigin veski hversu djúpur pytturinn margumtalaði varðandi e39 M5 eign í reynd er.
Um er engu að síður að ræða AP868 sem flestir þekkja. Að ég held fyrsti innflutti M5 til landsins, á eftir umboðsbílunum tveimur ef ég man rétt. Viðhald, saga og ferill ku vera nokkuð góður, útlit innan sem utan ku vera ansi gott, og eintakið ku vera mjög þett og vel viðhaldið.
Umsjónarmaður bílsins undanfarinn mánuð hefur meira að segja haft uppi stór orð, sem kannski verða ekki endurtekin hér, en þetta er víst hálf spes eftir allt
Nánari lýsing og myndir fylgja síðar, en bifreiðin mun staldra stutt við.
Ekki eru planaðar miklar modderíngar, en hátalarar fá að fá yfirhalningu ásamt magnara osfr, OEM leðurgírhnúður bíður ísetningar ásamt mjög góðu, fyrirbyggjandi viðhaldi sem verður religiously stundað. OEM mun í heiðri haft varðandi lúkk og annað. Facelift ljós finnst mér ekki koma til greina (í bili) að eyða peningum í osfr.
Mynd að neðan eftir session hjá Kelerínu, sem ku innilega mega mæla með á allann hátt!

G