Svezel wrote:
Þetta er frekar mikil einföldun. Ef fólk og fyrirtæki hefðu sniðið sér stakk eftir vexti þá væri ástandið ekki svona slæmt hjá þeim, enda til fullt af hófsömu fólki og fyrirtækjum sem hafa það bara fínt í dag.
Er betra að eyða alltaf 50% af laununum sínum í leigu sbr. USA, UK og ýmis önnur lönd heldur en að borga af húsnæðislánum?
Það komu nú nokkrar ágætis fréttir í vikunni, t.d. að það sé farinn að mælast aftur hagvöxtur í UK og eignir Landsbankans í UK duga fyrir 95% af Icesave skuldum (eins og staðan er í dag) en munu vafalaust hækka ef hagvöxtur í UK heldur áfram.
Ef þessi ríkisstjórn flæmir ekki allt menntafólk frá landi og drepur ekki öll fyrirtæki með vaxtabirgði á næstu mánuðum þá er horfur bara alls ekki svo slæmar. Það er alltaf gott að vera bjartsýnn
Þetta er hárrétt hjá þér.
En hvað fara mörg fyrirtæki á hausinn í mánuði á Íslandi og hversu mörg fyrirtæki hafa farið á hausinn síðan í nóvember á síðasta ári.
Það eru mörg fyrirtæki sem eru í fínum málum í dag, t.d. mörg ferðaþjónustufyrirtæki, Össur, Marel og svo lengi mætti telja.
En svo eru önnur fyrirtæki sem eru ekki vel búin eins og tryggingafyrirtæki og fyrirtæki í þeim dúr.
Það er ekki hægt að segja að eignir Landsbankans í UK dugi fyrir 95% af Icesave skuldum. Það er mjög erfitt að verðmeta eignir banka í dag, mjög fáir sem vilja kaupa svoleiðis - en að sjálfsögðu eru alltaf einhverjir.
Ég held að ástandið hérna sé mun verra en við höldum að það sé. T.d. sagði CCP fyrir nokkrum vikum að þeir gætu ekki verið á Íslandi mikið lengur sökum haftanna og að þeir neyddust til þess að flytja út.
En það er alveg rétt hjá þér Svezel, maður verður að _reyna_ vera bjartsýnn... ég á mjög erfitt með það með komma við stjórnvölinn.

Með húsnæðislánin. Systir mín er búsett í USA og þau voru um daginn að fá mat frá banka þar í landi varðandi hús sem þau eru að spá í að kaupa - ca 300fm hús í Californiu og bankinn segir að það taki ekki meira en 10-12 ár að borga húsið upp, m.v. þau laun sem þau eru með í dag. Og þá eiga þau húsið skuldfrítt.