nod, ég ætla ekki að reyna að segja að þessi bíll sé eitthvað ódýr í rekstri, en hann er heldur ekkert mjög dýr. Ég er nú búinn að fara vel yfir hann, nánast allan og skipta um það sem þurfti að skipta um, að mér fannst!
Hann eyðir náttúrulega slatta af bensíni (15-19 innanbæjar og 10-12 utanbæjar, eftir aksturslagi) og ég vil eiga svona bíl í toppstandi, sem þýðir það að ég skipti helst um hlutina áður en þeir eru orðnir ónýtir!
Þegar ég prófaði þennan bíl fyrir um ári síðan, ætlaði ég ekkert að kaupa hann, og var reyndar ekkert að leita mér að svona bíl. Var kominn á þá skoðun að fá mér 6 cyl E36. En ég féll bara alveg fyrir honum og ákvað eftir miklar umræður við bebecar að skipta við hann.
Núna er bara komið annað ár og aðrar áherslur. Gæti farið svo að ég þurfi að keyra mjög mikið í sumar og næsta haust, þannig að ég er jafnvel að spá í að fá mér bara diesel-bíl!
Og ég get líka alveg deilt því með ykkur hérna á spjallinu að í hvert skipti sem ég sný lyklinum til að drepa á bílnum þá hugsa ég með mér; ég sel hann ekkert

Það er bara svo gaman að keyra'nn, alltaf!