Kristjan wrote:
að svara emailum frá þessu liði er ekki sniðugt, þá ertu að confirma að email adressan þín sé active og þá halda þeir áfram að senda þér... forever
Yep. Þetta er sannleikur, svona virkar þetta.
Hins vegar hef ég eina dýpri spurningu.
Ef maður gerir "mark as read" í Outlook, geta þeir þá fattað að maður hafi "lesið póstinn" ?
Í útgangspunkti, mjög silly spurning.... en ég hef verið að vinna töluvert við "autoresponders" etc. í mjög góðum viðskiptalegum skilningi... og þar fær maður upplýsingar t.d. um hversu margir opnuðu póstana sem maður sendir, bounces etc.
Þannig að ég er að velta því fyrir mér... ef maður gerir "marked as read" hvort það það acutally birtist hjá þessum spammers og hvort að maður sé þá að segja þeim að addressan sé active ?
PÆÆÆLING.
Ég hins vegar skil ekki alveg hvernig er hægt að merkja að póstur hafi verið lesinn... eða þ.e. tölvukunnáttan mín (þó hún sé nú alveg yfir meðallagi) getur ekki alveg skýrt fyrir mér hvernig sá "fítus" virkar.
Einhver sem veit meira um málið ?