Daginn. Ég verslaði mér fyrir svona 3 vikum minn þriðja bmw í röð. Þetta vill ekki fara, maður selur bmw og ætlar að fá sér annað en endar alltaf aftur á bmw. Allavega ég rakst á þennan í rvk, skoðaði hann lítið sem ekkert. Keyrði einn hring og keypti bílinn. Diskarnir að aftan voru mjög rákaðir, hringdi ég því um allt og fór um allt í leit að diskum. En enginn átti þetta til. Ok ég prófa nýja umboðið IH/BL Viti menn til á lager diskar og klossar 35.000kr. Ég reif allt í sundur, þegar ég tók diskinn af poppuðu handbremsuborðarnir bara af. Mikið ryð á þessum slóðum. Diskar og klossar settir á, bílinn handbremsulaus. Er í pöntun nýtt handbremsusett. Keypti reyndar líka diska og klossa að framan en þeir eru nánast nýjir undir fyrir. Alltaf gott að eiga þetta á lager. 13000kr Fálkanum. Tók eftir öðru að tankurinn lekur mikið vel þegar hann er fullur en hættir svo. Hversu mikið er eftir þá veit ég ekki. Nálinn er með sjálfstæða hugsun en ljósið virkar. Þannig set bensín þegar það logar

Bílinn er skráður á slysaskrá en ekki tjónabifreið. Það er ekki orginal stýri þannig ég leita að stýri með loftpúða.
Það sem mætti betur fara:
Handbremsa. Er í pöntun.
Abs! Ljósið logar en þegar ég prófaði að bremsa á lausum malarvegi á 70kmh virkaði allt fínt. Tb skoðaði þetta en fann ekkert að. Ljósið logar sammt??
Tankurinn lekur. Skiptir mig ekki svo mikklu. Bara ekki stút fyllan
Ekki orginal stýri! Núverandi stýri hefur líklega verið sett skakt á. Dekkinn eru ekki mis slitinn. Finn sammt rosalega lítin víbring þegar ég keyri. Er sammt búinn að kaupa svona plast felguhringi. Það batnaði til muna en er sammt oggulítill víbringur??
Boddýplast upplitað. Kaupi eitthvað back to black og redda því.
Smurolíuskynjari virkar ekki, Einnig er bakkskynjarinn dáinn. Báðir í pöntun.
Já þetta er svona það helsta.
Framtíðaplön er að laga það sem er að. Koma boddýi í gott form. skipta um framljós bílstjórameginn, setja Xenon í, felgur, púst og það sem fellur til.
Eitt enn. Fóðringarnar í gírstönginni fóru í frí. Það er 5gíra kassi í bílnum, eru til 6gíra kassar í þessa bíla??
MYNDIR: Fáar en duga í bili.





Takk fyrir.
Kv. Ragnar Jóhannesson