Viggóhelgi wrote:
v-power er ekki beint það sama og 98 okt. V-power er bætiefni sem að er helt út í 95 oktana benzinið.
Finn GREINILEGANN mun á sti, við 98 okt og svo v-power. enn þessi verðmunur... ER ÓTRÚLEGUR og það væri réttast að láta skoða hann nánar.
Þetta er aðeins farið að verða óljóst í minningunni en ég man ekki betur, allavega þegar V-Power kom fyrst á markað (ég tók þátt í að koma þessu á koppinn), að þá varð það sér innflutt háoktan bensín. Minnir meira að segja að það hafi ekki verið blandað á staðnum eins og er gert með hinar tegundirnar. Þetta varð þess valdandi að verðsveiflur á bensíni skemmdu illilega fyrir því V-Power birgðirnar voru svo miklar því ekki var hægt að kaupa þetta nema í stórum skömmtum. Þetta var meðal annars ástæðan fyrir því að V-Power fækkaði alltaf á bensínstöðum og endaði svo bara á einni stöð á meðan birgðirnar voru að klárast því það var ekki nóg til til að vera með þetta víðar.
Tek fram að ég veit ekki hvernig þetta er í dag en ég myndi gera ráð fyrir að conceptið sé það sama og þá...