Fyrir lítið fé er til sölu 1988 árgerð af special edition 518i. Bíllinn er svartur að lit og helstu kostir og staðreyndir eru eftirfarandi: topplúga, álfelgur, rafmagn í rúðum og speglum, 4 höfuðpúðar, svart plusáklæði (eins og nýtt), ekinn 206 þús, skoðaður fram á sumar 2004, 4 heilsársdekk & 4 vetrardekk.
Bíllinn er lítið ryðgaður, fluttur inn frá Svíþjóð '94. Hljóðkútar eru nýlegir en gat er á pústi framan við þá. Heilt á litið er bíllinn í fínu standi og á mikið eftir.
Verðhugmynd er 140-160
nú allt að 50% afsláttur ef samið er strax!! þ.e.a.s. undir 100 þúsund!!! þús. (ásett verð fyrir nokkru var 250 þús) (BMW segulbandstæki getur fylgt en einnig nýr MP3 Pioneer spilari fyrir 15 þús aukalega)
Sjálfur er ég ekki á landinu en get veitt upplýsingar og aðgang að bílnum í Reykjavík í gegnum e-mail.
heimir@nordursigling.is
P.S. fatta ekki hvernig á að setja inn myndir.. en get sent myndir af dýrinu í tölvupósti fyrir þá sem óska.