Jæja þá er turbo dæmið komið á bið
En það er alveg hellingur búið að ske, ég er eiginlega búinn að ryðbæta. Bæði tímafrekt og hundleiðinlegt
ýmislegt dund í rafkerfi, færði rafgeyminn aftur í skott.
Setti E34 A/C viftu við orginal rafkerfið. þannig að það kveiknar á henni í 91° svo fer hún á fullt í 99° ætla að reyna að finna rofa sem kveikir á henni í 80° svo í 88° skifti einnig um vatnskassa,
Sýnist ég þurfa að fara með vélartölvuna og láta lóða hana upp á nýtt þar sem hún lenti í rakaskemmdum í haust. Tók eftir því áðan að bíllinn gengur líklegast bara á max 5 cyl. Dettur samt stundum inn að hann gangi vel. Einnig er vandamál með að hann vill ekki fara í gang þegar hann er búinn að ganga eitthvað.
OBX læsingin er einnig alveg að fara að komast í drifið. vonandi. Pælingin er að taka venjulegar stilliskinnur og búta niður og raða í staðinfyrir OEM skinnurnar sem eru ekki fáanlegar, nema með sérpöntun og þá þarf að fræsa þær í réttar stærðir.
Diskarnir komnir undir að aftan, nýjar legur og handbremsubarkar. Ekki eins barkar í skálum og diskum.
Þetta er búið að kosta miklu meira en manni grunaði, sérstaklega í bensín þar sem bíllinn er á Selfossi en ég í Reykjavík.
ca. 100km liggur við á hverjum einasta degi.
Jæja lagði af stað enn einusinni til að færa bílinn úr venjulegu aðstöðunni og til félaga míns þar sem bíllinn verður málaður

útsýnið úr kia picanto sem pabbi á... 1000 kall fram og til baka ca.
Myndirnar eru ekki góðar, ég er lítill myndartökumaður
En ég verð líklegast að nota þennan stuðara þar sem m-tech stuðarinn minn finnst ekki...

Ryðið í skottinu farið og allt orðið alveg nett solid. Soðin plata, grunnað 2x trebbað grunnað 2x svo 3x lakk báðu megin.

Ógeðslegur skúr, en leynir á sér, 3 gen camaro, plymouth duster, polaris indi, bmw og 2 bílvélar

Biðst afsökunar á að myndirnar eru vibbi en er búinn að vera að skrifa þetta og reyna að henda myndunum inn í 1 og hálfan tíma og nenni ekki meir
