Jæja já. Það er ekkert annað. Það er orðið helvíti langt síðan maður setti eitthvað hérna inn, svo að það væri kannski vit í því að blæða smá info á liðið.
Eftir allt vesenið sem maður gekk í gengum þegar maður fékk dolluna fyrst fór maður að læra helling. Eins og þið vitið kannski þá var í bílnum Viscous drif þegar ég fékk hann. Þegar bíllinn var kominn í stand og maður farinn að prófa að spóla tók mðaur fljótlega þátt í driftkeppni. Strax eftir þá keppni var farið í það að sjóða drif þar sem viscous var ekki að gera sig, leður comfort bílstjórastóllinn tekinn úr og í fór frekar slappur sportstóll, sem gerði þó aðeins meira gagn en leðrið þar sem að eftir eina beygju var maður kominn með handbresuskaft uppí rassinn. Tæknin við að drifta kom hægt og rólega, þó svosem megi segja að hún sé ekki kominn ennþá. Ég tók þátt í öllum mótunum nema einu í sumar og var það vegna drifskipta.
Ég er búinn að fara í gegnum nokkur drif í sumar, og það er orðið nokkuð ljóst núna að LSD er eina vitið, þósvo að það sé alls ekki slæmt að spóla á ESAB. Þegar viscousið (3.91 hlutföll) hjá mér fór að klikka, og maður fékk líka bara nóg af því, tók ég lítið drif undan blágræna hræinu með hvítu sportröndunum. Það drif var keyrt eitthvað yfir 300.000 km skildist mér, og að bíllinn hafi verið notaður í salthúsinu úta reykjanesi, þannig að það kom ekkert á óvart að það tok mig um 3 tíma að ná því undan bílnum, og ég get nánast fullyrt það að þetta drif hefur aldrei verið tekið undan bílnum því það var lifandi helvíti að ná því undan.
Það drif var með 4.10 hlutföll, og fannst mér það miklu skárra en 3.91 viscous þegar maður var aðeins farinn að ná tökum á því. Það entist nú ágætlega, en það fór í klessu við það að keyra ofaní eitt stykki holu á reykjanesbrautinni á leiðinni að kíkja á king of street. Þá tók ég mig til og prófaði soldið sem enginn kannaðist við að hafa séð áður. Ég sauð Viscous drifið fast. Það hélt nú ekki íkja lengi þar sem punktarnir hafa ekki náð að halda þessum átökum og fór þá drifið að haga sér eins og um opið drif væri að ræða. Þá keypti ég stórt 3.73 drif af Gunnari sem fór svo í soðið og fínt fyrir síðustu keppnina. Ég hélt að ég myndi nú ekkert ná að spóla á þessu drifi sökum kraftleysis, en þetta gekk ágætlega þegar ég fór að sparka soldið í kúplinguna. Endaði í næst síðasta eða síðasta sæti í öllum keppnum ársins, en hafði þó gaman að.
Svo má ekki gleyma bíladögum. Sú ferð var mjög skemmtileg. Við fálagarnir (ég, Grétar G og Birgir Sig) vorum sveittir síðustu dagana dyrir bíladaga. Bæillinn hjá mér var nánast alveg strípaður að innan 2 sólarhringum áður en farið var af stað. Aðalástæða þess var sú að ég þurfti að skipta um miðstöðvarelement sem sprakk yfir lappirnar á mér í fyrstu eða annari keppninni. Það var lagt í fyrir græjum og allt sett í. Dekkt framljósin (hella dark style), sprautað allt grillið og nýrun, augabrúnir settar á, kittið sprautað og sett á á þriðjudagsmorgninum áður en lagt var af stað.
Dekkin nýkomin á 16 tommurnar og balanserað og fínt. Við ætluðum upphaflega bara 2 í bílnum, ég og kærastan, en svo vildu vinkona hennar og kærastinn endilega koma líka. Ég sagði við þau a' það væri séns ef að þau tækju lítið af dóti með. Þegar ég svo koma að ná í þau voru þau með stórt tjald í 2 stórum pokum, 3 ferðatöskur, kælibox, 2 sængur og 2 kodda. Ég varð a' gjöra svo vel að raða í kringum fólkið afturí. Til gamans má geta að ég renndi uppá vigtina fyrir hvalfjarðargöngin, og bíllinn sem er skráður 1050 kíló vigtaði 1690 kíló! Svo kom í ljós þegar komið var á ferðina að afturfelgurnar voru rammskakkar, en strákurinn á dekkjaverkstæðinu var ekkert að láta mig vita af því, þannig að ég varð að tína allt dótið úr bílnum í roki og rigningu og setja spóldekkin undir. Svo þegar ég ætlaði að fara að henda 16 tommunum inní bíl kom í ljós að það var bara ekki fræðilegur möguleiki að koma þeim ásamt öllu dótinu í skottið, þannig að það varð úr að kærastan hélt á einu dekki ella leiðina norður:lol:
Annars var mjög gaman fyrir norðan, keppti í driftinu og svaka gaman:)
Hellingur sem gerðist í sumar og aður man nú ekki helminginn af því þegar maður skrifar þetta.
Maður verður þó að nefna hoprúntinn inní hvalfjörð sem var alveg svakalega skemmtilegur. Vel að þessu staðið og góð mæting. Vonandi að þetta verði að árlegum viðburði. Jæka, þetta er orðin soldið löng runa hjá mér, svo að ég ætla að hætta að romsa þessu útúr mér og setja inn myndir sem teknar voru af bílnum yfir sumarið. Takk fyrir flott sumar, og vonandi verður næsta sumar bara enn betra:)












Set svo fleira inn seinna. þarf að finna aðeins fleiri myndir:)
Þakka þeim sem nenntu að taka myndir af lélega gaurnum, og ef að eigendur myndanna vilja þær fjarlægðar þá get ég tekið þær út. sendið þá bara pm.