Jææjaaaa..
Komið smá fjör í þetta, reif subframe'ið undan áðan og allt hjólastellið að aftan ásamt því.

Öryggið í fyrirrúmi.

Búkkar, jeppafelgur og fleiri felgur. Mjög paranoid með svona.

Þegar ég var búinn að taka þetta undan og tók gormana upp, þá sat þetta eftir. Æðislegt.

Allt draslið.

Svo er hérna spurning...
Hvernig næ ég fóðringunum út? Nota ég eitthvað sérstakt verkfæri til að pressa þær úr, eða bara afl?

Slakar símamyndir... Fer með myndavél á morgun, ekki bara símann.
Svo kíkti ég undir bílinn og sá að það hefur verið fúskað meeega í subframe pælingum... einhver hefur ætlað að bjarga heiminum með kítti.
Semsagt búið að hraunsjóða eitthvað smá upp þarna, og svo er búið að kítta í rest... fáránlegt.
Tek myndir af því á morgun.
Annars lýtur þetta bara
mjög vel út, miklu betur en ég þorði að vona.
Frekar ósáttur við TB að segja að þetta væri allt gjörsamlega að hrynja undan og væri allt handónýtt og að þeir myndu taka 2-300.000 fyrir að laga þetta.

Algjör steypa!
Ég er sjálfur að gera þetta núna og so far er farinn 15.000 kall í styrkingar fyrir subframe'ið, og ég býst ekki við að heildarkostnaðurinn verði neitt rosalegur.
Miðað við hvað TB lét þetta lýta illa út, þá fór ég mjög sáttur af verkstæðinu í dag.

Næst ætla ég að leita mér að nýjum gormum, hugsanlega lækkunargormum (Ef einhver á til sölu, endilega senda mér PM!).
Kaupa fóðringar í allan pakkann... hugsanlega poly.
Er líka að leita að nýju drifi, læstu helst, þar sem það fer M50 í kvikindið.

(Einnig væri PM vel þegið ef einhver lumar á svoleiðis)