íbbi_ wrote:
Austmannn wrote:
Jú vissulega, nákvæmlega milljón meira en það sem ég þarf að borga. Mér er nákvæmlega sama hver átti bílinn, ég ætla ekki að borga 1.000.000kr fyrir það að hann sé rauður, eða að Sæmi hafi flutt hann inn. Gamli fart er til sölu á 2,4mkr, ekkert síðri bíll.
alveg sammála þér, fallegur bíll en 3m+ er útí hött
Hvernig væri að opna augun aðeins.
Skiptir ekki máli hvað bíl verið er að tala um, hvort það er minn eða einhver annar.
EN...
Að segja að það sé út í hött að kaupa M5 á 3 millur (ég er nokkuð viss um að þessi rauði fer dálítið undir 3 borgað á borðið) miðað við að kaupa annan á 2.4 er ekki heilbrigður hugsunarháttur að mínu mati.
Þetta fer allt eftir ástandi bílsins og sögu.
Ég er búinn að segja þetta áður, en hvernig væri að reikna inn í dæmið bremsur og dekk (ábyggilega nálægt 500 þúsundunum eins og gengið er í dag) ásamt fleiru viðhaldsdæmi og almennu ástandi bílsins. Þið eruð kannski voðalegir spaðar að kaupa M5 fyrir 2.4, helst á yfirteknu láni og ætla svo að komast upp með að reka bílinn með að bæta á hann bensíni og mesta lagi olíu í viðbót við það.
Sorrí en það er bara liðin tíð að það sé hægt með svona bíl. Núna eru þessir bílar flestir búnir að vera reknir þannig í nokkur ár svo það er komið að skildadögum núna. ÞAÐ KOSTAR að eiga og reka svona bíl. Að horfa á 2.4 sem betri kost en 2.8-2.9 er bull. Þetta fer BARA eftir ástandi bílsins. 4-500 þúsund er MJÖG fljótt að skila sér í betra eintaki. Þetta er ekki 10 ára 525 með M50 sem þið eruð að tala um, þetta er E39 M5.